Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 116

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 116
114 Árbók Háskóla ísiands Ræða rektors Háskóla íslands, próf. dr. Magnúsar Más Lárussonar, við afhend- ingu Flateyjarbókar og Konungsbókar Sæmundar-Eddu Forseti íslands og virðulega forsetafrú, hæstvirtu ráðherrar íslands og Danmerkur, fulltrúar þjóðþings og gestir, háttvirta sarnkoma. Á þessum degi fagnar Háskóli íslands og þjóðin öll. Hinn fagri dagur boðar, að nýtt sumar er upp runnið og hefur í sér fólgnar vonir og þrár, sem eigi munu bregðast — hinn langþráði dagur, sem staðfestir heimkomu handritanna, er á sínum tíma voru flutt til höfuðstaðar og menningarset- ursins sameiginlega í hinum sameinuðu konungsríkjum Danakonungs. Háskóli íslands er þakklátur og dáir dirfsku hins aldna þjóðþings kjörinna full- trúa Dana, er það hefur tekið jafn-örláta ákvörðun í máli, sem snertir hagsmuni og meginreglur um starfsemi safna — dáir djörfung þess að brjóta á bak aftur venjur og hefðir þeirra og láta laust það, sem íslendingar hafa lagt til menningar og lista um liðnar aldir — láta af hendi rakna það, sem oss er dýrmætast sem þjóð. Gömul skrif vor á bókfelli og pappír eru oss hið dýrmætasta sem við eigum frá liðnum tíma. En þau voru einnig dýrmæt frændþjóðinni og reyndar frændþjóðun- um. Vér höfum varðveitt arf með því að festa hann í rituðu máli og flytja hann þannig kynslóðum síðari alda. Sögur og kvæði hafa orðið til þess að styrkja og efla Norðurlöndin. Hugmyndir hafa styrkst og glæðst. Og er það ekki að ófyrirsynju að dönsk skáld og rithöfundar leituðu til þess Mímisbrunns, er íslendingar höfðu varð- veitt. En eigi einvörðungu dönsk skáld og rithöfundar, heldur einnig skáld frænd- þjóðanna. Hin gömlu skrif vor hafa styrkt stefnu Norðurlanda og gert þeim á margan hátt kleift að starfa saman með öðrum hætti en tíðkast milli sjálfstæðra þjóða. Um ísland kváðu Grundtvig og Drach- mann og ótal aðrir, því þar situr hún gamla Saga, fjalldrottningin fríða, íss og funa. Fyrir hönd ríkisstjórnar og þjóðar tekur Háskóli íslands með þakklæti við handrit- unum — arfi sem seint mun fyrnast. Flat- eyjarbók og Konungsbók Sæmundar- Eddu, gjöf Brynjólfs Skálholtsbiskups Friðriki konungi III til handa, hefur lög- gjafinn danski ákveðið að senda heim og séð til þess, að það yrði gert með þeim myndarbrag, að letrað verði á spjöld sög- unnar, sá hinn sami löggjafi, er sífellt hefur séð til þess, að íslendingar nytu réttlætis. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi er með þessari gjörð orðin að staðreynd, og Háskóli íslands, afsprengi Hafnarháskóla, hefur nú — sextugur — öðlast lögræði og tekið við hinum dýra arfi, sem í hans hlut féll — móðurarfi eftir Árna Magnússon. Sé það góðu heilli gjört. Háskóli íslands þakkar öllum þeim, er stuðlað hafa að þessu verki, og er þess fullviss, að heillaspor hafi verið stigið til styrktar böndum þeim, er tengja þjóðir vorar. Hafið þökk, Danir. Guð blessi hið fagra land yðar og veri með yður og varðveiti. Athöfninni lauk með því að Sinfóníu- hljómsveit íslands lék Dorisk Chaconne eftir Pál ísólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.