Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 52
50
Árbók Háskóla íslands
fyrir lífefnafræði og líffærafræði, enn fremur
aðstaða til rannsókna fyrir kennara í þess-
um greinum og vinnuherbergi þeirra
kennara, er annast kennslu á 1. og 2. ári
læknanáms. Það hefur vissulega gert nokk-
urt strik í reikninginn, hve innritun nýstúd-
enta í læknadeild fór langt fram úr áætlun
(170), en vonir standa þó til, að úr rætist
með aðstöðu alla.
Háskólinn hafði um nokkurt skeið á leigu
húsnæði í Tjarnargötu 44 og nýtti það sem
lestrarhúsnæði fyrir læknanema í miðhluta
náms. Leigusamningur rann út í nóvem-
berlok 1971 og fékkst ekki framlengdur. í
árslok bauðst háskólanum til kaups 1. hæð
og kjallari hússins Tjarnargötu 39. Er þarna
um að ræða allt að 300 fermetra húsnæði.
Ráðist var í þessi kaup og lagfæringu hús-
næðisins og kaupum á nauðsynlegum hús-
búnaði hraðað. Fékkst þar lestraraðstaða
fyrir 100—120 stúdenta. Um 80 lækna-
nemar lesa þar nú að staðaldri.
Haldið hefur verið áfram undirbúningi
að framtíðarlausn húsnæðismála lækna-
deildar og tannlæknadeildar. Vandkvæðum
læknadeildar hefur að nokkru verið lýst.
Vandkvæði tannlæknadeildar eru síst
minni. Deildin býr við óviðunandi aðstæður
í kjallara Landspítalans. Húsnæði þetta tók
háskólinn á leigu 1958, og var samningur
gerður til 10 ára. Fékkst samningurinn frarn-
lengdur til 1972 og aftur í ár til 1974.
Litlar horfur eru taldar á, að frekari fram-
lenging samnings fáist, þar sem Landspítal-
inn hefur fulla þörf fyrir þetta húsnæði.
Mikið liggur nú við, að gert verði samstillt
stórátak í byggingamálum þessara tveggja
deilda. Slíkt átak er ekki einasta nauðsyn-
legt háskólanum, heldur og heilbrigðis-
þjónustunni í landinu almennt. Erlendir
sérfræðingar voru á sínum tíma fengnir til
að vinna að frumathugun, einkum könnun á
rýmisþörf og almennri skipulagningu
þessara bygginga á Landspítalalóðinni.
Vonandi nægir fjárframlag það, sem nú er
ætlað til þessara framkvæmda á árinu 1973,
til að tryggja hvort tveggja, að hafnar verði
byggingaframkvæmdir við hús tanniækna-
deildar og að engin töf verði á undirbún-
ingi að húsnæði fyrir læknakennslu. Há-
skólinn leggur í því sambandi áherslu á, að
fyrirhugaðar byggingar eru hlutar af stærra
byggingaráformi og því verði undirbúning-
ur skipulagslega að miðast við heildina og
að fundnar verði fjármögnunarleiðir, er
tryggi, að eðlilegur framkvæmdahraði geti
orðið bæði á byggingu tannlæknadeildar og
byggingum læknadeildar, einkum þeim,
sem ætlaðar eru fyrir prae- og parakliníska
kennslu. Ég vil leyfa mér að beina því sér-
staklega til stjórnvalda, að brýna nauðsyn
ber til að stórauka fjárframlög til þessara
framkvæmda áfjárlögumfyrir 1974,efekki
fyrr. Má benda á, að stofnfjárveiting há-
skólans hefur lítið sem ekkert verið aukin í
fjárlagafrumvarpi ársins 1973, sé miðað við
yfirstandandi ár. Sómi háskólans og
heilbrigðisþjónustunnar í landinu er í veði.
Gleðileg aukning hefur orðið á Iestrar-
rými stúdenta síðastliðið háskólaár. í árslok
1971 voru sæti í lesstofum 508, en eru nú
orðin 838.1 flestum deildum hafa stúdentar
nú fengið lesrými út af fyrir sig. Enn skortir
þó nokkuð á, að ástandið sé fullnægjandi í
þessum efnum.
IX. Gjafir
Eins og oft áður hafa háskólanum borist
góðar gjafir. Ber þar fyrst að nefna hina
höfðinglegu gjöf Jóns Ólafssonar hrl., er
hann á liðnum vetri gaf háskólanum fast-
eignina Suðurgötu 26 í Reykjavík, sem er