Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 28
26
Árbók Háskóla íslands
reynist að endurskoða reglugerð háskólans
í heild til samræmingar og einföldunar, auk
þess sem ýmsa vankanta verður að sníða af,
enda hafa eilífar smábreytingar átt sér stað
síðan 1958, er reglugerðin birtist síðast
heilleg. Þar við bætast hinar mikilvægu
breytingar frá 1969 á lögum um Háskóla
Islands. í því sambandi er mér það per-
sónulegt áhugamál að fá fram skynsamlegri
almennan einkunnastiga en þann sem nú
tíðkast.
Samband við erlenda háskóla hefur verið
náið og gott, og verður að vinna markvisst
að því að treysta það enn betur, þar sem
fyrirsjáanlegt er, að margar nýjar náms-
greinar hér til B.A.-prófs eða B.S.-prófs
leiði af sér framhaldsnám erlendis.
Fjölgun námsgreina auk fjölgunar stúd-
enta hefur leitt af sér fjölgun kennara. Nú
skal Ieitast við að gera grein fyrir henni og
vonandi koma öll kurl til grafar.
Dr. Guðmundur Eggertsson var fyrst
settur prófessor í líffræði við verkfræði- og
raunvísindadeild, en hefur nýverið verið
skipaður.
Porsteinn Porsteinsson var í upphafi sett-
ur dósent í lífefnafræði, en hefur nýverið
verið skipaður.
örn Helgason var í upphafi settur dósent
í eðlisfræði, en hefur nú verið skipaður.
Agnar Ingólfsson hefur nýverið verið
skipaður dósent í dýrafræði, Guðmundur
Porláksson dósent í landafræði og Sigurkarl
Stefánsson dósent í stærðfræði.
Dr. Sigurður Pórarinsson hefur verið
skipaður prófessor í landafræði.
Guðmundur Björnsson var í upphafi
settur prófessor í vélaverkfræði, en hefur nú
verið skipaður.
Björn Bjarnason rektor hefur aftur gerst
dósent að eldra lagi eftir að hafa um hríð
verið settur dósent eftir nýju lagi.
Dr. Sigmundur Guðbjarnason var fyrst
settur prófessor í efnafræði, en hefur nú
verið skipaður.
Ágúst Valfells hefur verið ráðinn
aðjúnkt, Björn Kristinsson sömuleiðis.
Bragi Arnason var í upphafi ráðinn
aðjúnkt, en hefur nú verið skipaður dósent.
Aðjúnktar hafa verið ráðntr Eyþór Ein-
arsson, Gylfi Már Guðbergsson, dr. Halldór
Guðjónsson, Haraldur Ágústsson, Helgi
Sigvaldason, Jóhannes Guðmundsson, Jón
B. Hafsteinsson, Jón R. Stefánsson, Páll
Theódórsson, Sigrún Guðjónsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson, dr. Porleifur Ein-
arsson og Porsteinn Vilhjálmsson.
Allar þessar stöður eru í verkfræði- og
raunvísindadeild.
Dr. Gunnar G. Schram var skipaður
lektor við lagadeild, en Jónatan Pór-
mundsson prófessor.
Dr. Vilhjálmur Skúlason var skipaður
dósent í lyfjafræði lyfsala.
Baldur Jónsson hefur verið skipaður
lektor í íslenskri málfræði.
Helga Kress hefur verið sett lektor í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta.
Dr. Alan Boucher hefur verið settur lekt-
or í ensku, en Bjarni Bjarnason hefur verið
settur lektor í forspjallsvísindum, og er það
í fyrstu hálft starf.
Þessar stöður eru í heimspekideild.
Jónas Bjarnason hefur verið ráðinn til
efnafræðikennslu við læknadeild, en Krist-
björn Tryggvason hefur verið skipaður
prófessor.
í viðskiptadeild voru ráðnir aðjúnktar
Bjarni Bjarnason og Gísli Einarsson.
í almennum þjóðfélagsfræðum hafa