Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 31
Ræður rektors Háskóla (slands
29
uppdrætti að aðalskipulagi Reykjavíkur
fram til ársins 1983, en það hefur riðlast við
tilkomu Árnagarðs og Félagsheimilis.
Reykjavíkurborg hefur sýnt Háskóla ís-
lands stórhug og velvild og hefur á þessu ári
aukið við lóðir háskólans suður að mörkum
Skildinganess og hornskika við Suðurgötu
og Hjarðarhaga. Samt er það svo, að há-
skólinn er króaður inni af flugvellinum,
íþróttavellinum og Bændahöllinni, en
stækkun hennar myndi hafa mjög afdrifa-
ríkar afleiðingar í för með sér í lóöamálum
og skipulagi og jafnframt gagnvart stað-
setningu Þjóðarbókhlöðunnar. Við hana
tengir Háskóli íslands miklar vonir, enda
hef ég þess vegna verið skipaður í bygg-
mganefnd hennar, ásamt landsbókaverði,
sem er formaður, og húsameistara ríkisins.
Þjóðarbókhlaðan er á hönnunarstigi og
nýtur góðs af erlendum ráðunautum.
Þegar litið er á byggingamálin og lóða-
málin blákalt og tilfinningalaust, þá er Ijóst,
að skipulagning hér vestur á Melum er
komin undir því, hvað háskólinn og Þjóð-
arbókhlaða fá til umráða endanlega, og
hvaða hús háskólinn eigi að reisa, og fléttast
hér inn bústaðir fyrirstúdenta, ef hægt er að
koma þeim fyrir. Ég nefni þetta skilyrði
eingöngu af raunsæi, því eigi að fullnægja
þörfum stúdenta, yrði að reisa jafnmikið
húsnæði handa þeim til bústaðar eins og til
kennslu. Nú er því lífsnauðsyn að fá
endanlegar ákvarðanir teknar. í sjálfu sér
er lóðarými hér vestur frá þrotið.
Svo segir mér hugur um, að útkoman
verði sú, að starfsemi háskólans muni í
framtíðinni fara fram á fleiri stöðum. Og er
það einsætt, að læknadeild og tannlækna-
deild eru best komnar í tengslum við
Landspítalann. Þar þyrfti þó að gera ýmsar
skipulagsbreytingar, þannig að tilnefning
yfirlæknis fari fram með sama hætti og
prófessors til þess að girða fyrir hártoganir,
tvískinnung og deilur, og mætti jafnvel
hugsa sér svipaða aðferð við ráðningu ann-
arra Iækna.
Stofnana- og rannsóknarmálin eru nú að
komast í yfirgripsmikla athugun og er vænt-
anlega engin goðgá að láta þess getið í dag,
að á mánudagsmorgun munu Náttúru-
fræðistofnun íslands og Háskóli íslands
bindast samtökum um að efna til alþjóðlegs
fuglafræðingaþings í júní 1972. Háskóli fs-
lands mun ætíð reiðubúinn til samstarfs og
væntir hins sama af öðrum stofnunum.
Því hefur þegar verið lýst, hvernig náms-
tilhögun innan háskólans er að þokast inn á
nýjar brautir. Nýjar kennslugreinar, svo
sem sálarfræði, verða teknar upp væntan-
lega á næsta misseri, en aðrar á næstu árum.
En Háskóli íslands vill og samstarf við aðra
skóia. Tengsl við menntaskólana og aðra
skóla sem útskrifa stúdenta eru æskileg, og
þeim verður svo einna best við komið, að
námsefni verði borið undir Háskóla
íslands. Það er raunhæfara en að háskóla-
ráð samþykki prófdómara til stúdentsprófs.
Hef ég drepið á þetta atriði í menntaskóla-
nefnd og vona, að það verði tekið til greina.
Það er eftirtektarvert, að einmitt nú, á sama
tíma og háskólinn er að breyta til, fer fram
gagnger athugun á öllu fræðslukerfi
landsins, og er það þarft og nauðsynlegt.
Það vakti nokkra eftirtekt, að mjög efni-
legum ungum manni, sem útskrifast hafði
úr Tækniskóla íslands með óvenjulega
glæsilegri einkunn, skyldi veitt námsleyfi í
rafmagnsverkfræði. Stúdentsprófið fer nú
að verða svo margbreytilegt, að þegar er
séð, að ýmsar deildir kunna að setja sem
aukaskilyrði hin og þessi forpróf auk þeirra,
sem fyrir hendi eru. Það fer því að verða