Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 164
162
Árbók Háskóia íslands
1970 1971 1972
Nýjar áskriftir erlendra tímarita .........
Heildarfjöldi erlendra tímarita við árslok
Aðföng alls (bindi bóka og tímarita) ....
Bindafjöldi í safninu alls við árslok......
45 66 116
774 840 956
5.000 8.200 5.808
153.000 161.200 167.008
Svo sem kunnugt er fær safnið samkvæmt
lögum um skylduskil til safna eitt eintak
allra rita sem prentuð eru í landinu.
Að öðru leyti er öflun rita til safnsins
með þrennum hætti:
a) bókakaup,
b) gjafir,
c) ritaskipti.
Bókakaup. Kostnaður safnsins við kaup
á bókum og tímaritum var sem hér segir:
1970 1971 1972
(þús. kr.) (þús. kr.) (þús. kr.)
1.158 2.404 3.305
Auk þess keyptu Raunvísindastofnun og
fáeinar aðrar háskólastofnanir dálítið af
ritum fyrir eigið fé.
Bókagjafir. Árið 1968 afhenti Volks-
wagenstofnunin í Hannover Háskóla fs-
lands að gjöf 150.000 þýsk mörk, er ákveð-
ið var að verja til kaupa á þýskum vísinda-
ritum. Hafði við árslok 1972 verið keypt
fyrir 66.890 mörk.
Við heimkomu sína frá Ameríku árið
1962 ákvað dr. Stefán Einarsson prófessor
að gefa Háskóla íslands einkabókasafn
sitt, og afhenti hann þá þegar Háskóla-
bókasafni dálítið af tímaritum. Gengið var
formlega frá gjafabréfi 18. okt. 1966. Á
árinu 1970 urðu þær breytingar á högum
próf. Stefáns og konu hans, frú Ingibjargar
Árnadóttur, að þau urðu bæði að fara á
sjúkrahús til dvalar, og ákvað Stefán þá að
afhenda bókasafn sitt. Reyndist safnið að
magni til vera um 4.500 bindi, að megin-
hluta á sviði íslenskra fræða, og er þessi
bókagjöf meðal hinna verðmætustu, sem
Háskólabókasafni hafa borist.
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna gaf
250 bindi bóka, er háskólarektor veitti
viðtöku við hátíðlega athöfn 12. nóv. 1971,
þegar bókasafn Upplýsingaþjónustunnar
var opnað í nýjum húsakynnum að Nes-
haga 16.
Áðrir gefendur eru m. a. þessir:
— Breska sendiráðið
— Menningarstofnun Bandaríkjanna á ís-
landi
— Universitetsforlaget í Osló
— Juristforbundet í Kaupmannahöfn
— Vísindaforlag CIBA
— Deutsche Forschungsgemeinschaft
— Sendiráð Þýska sambandslýðveldisins
— Sendiráð Þýska alþýðulýðveldisins
— Próf. Hans H. Plambeck
Ritaskipti. Safnið hélt á þessu tímabili
uppi ritaskiptum við um 230 bókasöfn,
stofnanir og einstaklinga erlendis. Er ýmist
um að ræða gagnkvæm skipti, þannig að
hvor aðili um sig sendir hinum, eða ein-