Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 18
16
Árbók Háskóla íslands
sem birtast í þeim einföldu staðreyndum
talna, sem hér var lýst. Það er þó góðs viti,
að hingað eru komnir tveir merkir safn-
menn til að undirbúa nýja þjóðarbókhlöðu
og skipuleggja, þeir Harald Tveterás, ríkis-
bókavörður Norðmanna, og Edward Car-
ter frá Bretlandi, en hann er í senn bóka-
vörður og arkitekt. Þeir starfa með há-
skólabókaverði og landsbókaverði. Hefur
hæstvirtur menntamálaráðherra sem for-
maður UNESCO-nefndarinnar hérlendis
gert komu þeirra mögulega.
Það má vera oss öllum fagnaðarefni, að
félagsheimili stúdenta skuli rísa af grunni.
Mér er það einnig fagnaðarefni, hversu fast
stúdentar halda á ýmsum velferðarmálum
sínum, þótt sum séu örðug úrlausnar. Þeir
hafa sýnt framtak og manndóm á mörgum
sviðum. Merkt er, hversu vel tókst til um
norsk-íslenskt réttarsöguseminar á Akur-
eyri, — sem nú hefur leitt til styrkveitinga
fyrir laganema og lögfræðinga í Noregi, og
einnig má geta ráðstefnu um stöðu við-
skiptafræðingsins í þjóðlífinu. Gæti hún
verið öðrum deildum hvatning.
Það er og geðþekkilegt, að stúdentar
hugsa til hátíðabrigða með öðrum hætti en
verið hefur.
Það skal tekið sérstaklega fram, að mál-
vísindaráðstefnan á síðastliðnu sumri, sem
prófessor Hreinn Benediktsson stóð að
með mikilli prýði, var mjög þýðingarmikil,
og sumarnámskeið heimspekideildar koma
óefað til að bera mikinn ávöxt.
Tækifæri þetta á háskólahátíð skal notað
til þess að gefa til kynna í heyranda hljóði,
að rektor mun á næstunni bjóða fjárveit-
inganefnd og menntamálanefndum Al-
þingis ásamt ráðherrum til þess að skoða
hvern krók og kima í stofnuninni. Ég lít svo
á að það muni vera til góðs eins.
Hin mikla aukning kennaraliðs og stúd-
enta gerir að verkum, að ég hef kosið að láta
hátíðarsamkomu þessa fara fram með öðr-
um hætti en hingað til. Ég vil einnig tjá
kennara- og starfsliði, að ég lít svo á, að vér
munum vera mennskir menn sem aðrir og
þurfum að kynnast betur en er og eiga
samfagnaði, sem veita oss raunveruleg
tækifæri til kj'nna. Á útmánuðum mun ég
því efna til sameiginlegrar kvöldstundar til
kynningar og gleðskapar.
Nú skal getið mikilvægustu breytinga á
kennaraliði, síðan rektor gaf seinast
skýrslu.
Prófessor Theódór B. Líndal hefur látið
af embætti fyrir aldurs sakir. Fyrir hönd
Háskóla íslands færi ég honum alúðar-
þakkir fyrir störf hans og persónulega fyrir
viðkynningu góða.
Dr. Bjöm Bjömsson hefur verið skipaður
prófessor við guðfræðideild frá 1. júlí að
telja.
Margrét Guðnadóttir læknir hefur verið
skipuð prófessor við Iæknadeild frá sama
degi að telja. Er það fagnaðarefni, að kven-
þjóðin skuli hafa eignast fulltrúa í þessari
stétt.
Við lagadeild voru þeir skipaðir prófess-
orar Einar Bjarnason og Gaukur Jörunds-
son frá 1. september að telja.
Dr. Sigurður Þórarinsson hefur verið
skipaður prófessor í verkfræði- og raunvís-
indadeild frá sama degi að telja.
Dr. Vilhjálmur Skúlason hefur verið
skipaður dósent í lyfjafræði lyfsala frá sama
degi að telja.
Dr. Guðmundur Eggertsson hefur verið
settur prófessor í almennri líffræði í verk-
fræði- og raunvísindadeild.
Mag. örn Helgason og mag. Þorsteinn
Þorsteinsson hafa verið settir dósentar í