Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 104

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 104
LÁTNIR HÁSKÓLASTARFSMENN Theódór Skúlason, dósent í lyflæknisfræði í læknadeild, andaðist 27. júlí 1970. Hann var fæddur 28. febrúar 1908 á Borðeyri. Lauk embættisprófi í læknis- fræði í febrúar 1936 og stundaði læknis- fræði- og sérnám í Kaupmannahöfn 1936- 40; lagði þar stund á nám og rannsóknir í lyflæknisfræði og sérlega í hjartasjúkdóm- um og var fyrsti íslenski læknirinn sem kynnti sér hjartasjúkdóma sérstaklega. Hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum 26. ágúst 1940 og gerðist þá læknir í Reykjavík, en var jafnframt að- stoðarlæknir í rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen. Starfaði sem aðstoðarlæknir á lyflæknisdeild Landspítala 1942-45, deildarlæknir þar 1955-58 og skipaður yfir- læknir 1. janúar 1959. Hann hóf kennslu í lyflækningum við læknadeild haustið 1957 og var skipaður dósent 15. september 1959. Theódór Skúlason þótti einkar skipu- legur og greinagóður kennari og var hið mesta snyrtimenni um allt er iaut að til- högun vinnunnar. Síðasta áratug ævi sinn- ar fór hann inn á nýtt verksvið, sem var efnaskipta- og innkirtlafræði, og skrifaði margt um þau efni og önnur í innlend og alþjóðleg læknatímarit. Hann tók mikinn þátt í endurskipulagningu læknanámsins og var í nefnd, er fjallaði um þau mál. Hann naut mikils álits sökum lærdóms og mannkosta. Var hann listhneigður að eðl- isfari, fagurkeri mikill og sýndi vakandi áhuga listferli Þorvalds bróður síns. Pétur Sigurðsson, fyrrum háskólaritari, andaðist 15. október 1971. Hann var fæddur að Ánabrekku í Borg- arhreppi, Mýrasýslu, 17. febrúar 1896. Nam íslensk fræði í Kaupmannahafnarhá- skóla 1914-17 og 1919-20 og í Háskóla íslands 1920-23. Lauk meistaraprófi 16. febrúar 1923. Var það fyrsta háskólaprófið í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. 1925-29 var hann aðstoðarbókavörður við Landsbókasafnið og gaf út Ritaukaskrár Landsbókasafns um árin 1918-28. Pétur Sigurðsson var skipaður háskóla- ritari 1. október 1929. Var háskólinn þá til húsa í nokkrum stofum í Alþingishúsinu við Austurvöll en flutti haustið 1940 í hina glæstu byggingu suður á Melum. Er háskólinn stofnaði sín tvö fjáröflun- arfyrirtæki, var Pétur ráðinn forstjóri þeirra beggja. Hann var forstjóri Happ- drættis Háskóla íslands frá stofnun þess 1933 og þar til hann lét af embætti háskóla- ritara, og forstjóri Tjarnarbíós 1942-47, er sérstakur forstjóri var ráðinn. Fyrr á árum var Pétur Sigurðsson burð- arás háskólans um alla fésýslu og daglegan rekstur. Hann var sívinnandi, fljótvirkur og vandvirkur, skrifaði fagra rithönd, sem hann lærði, er hann hafði gerst háskólarit- ari, og bera gerðabækur háskólans og bókhald velvirkni hans fagurt vitni. Hann var glaðsinna, kíminn og kyrrlátur, og þögull var hann sem gröfin um öll þau gagnkvæmu klögumál sem kennarar báru í hans eyru, en starfsamur með afbrigðum. Hann var e. k. miðpunktur háskólans, er þá var allur í einni og sömu byggingunni, og söfnuðust kennarar einatt saman í skrif- stofu hans í „fríkvartéri", en Pétur lét ekki truflast, svaraði aldrei ávarpi fyrr en hann hafði lokið við að skrifa setningu til enda eða að færa dálkinn. Leit hann þá upp, og var svar hans oft kímni blandið. Með kyrrlátu og íhugulu starfi sínu átti hann ríkan þátt í eflingu háskólans. í persónu Péturs Sigurðssonar samein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.