Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 104
LÁTNIR HÁSKÓLASTARFSMENN
Theódór Skúlason, dósent í lyflæknisfræði í
læknadeild, andaðist 27. júlí 1970.
Hann var fæddur 28. febrúar 1908 á
Borðeyri. Lauk embættisprófi í læknis-
fræði í febrúar 1936 og stundaði læknis-
fræði- og sérnám í Kaupmannahöfn 1936-
40; lagði þar stund á nám og rannsóknir í
lyflæknisfræði og sérlega í hjartasjúkdóm-
um og var fyrsti íslenski læknirinn sem
kynnti sér hjartasjúkdóma sérstaklega.
Hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í
lyflækningum 26. ágúst 1940 og gerðist þá
læknir í Reykjavík, en var jafnframt að-
stoðarlæknir í rannsóknarstofu próf. Jóns
Steffensen. Starfaði sem aðstoðarlæknir á
lyflæknisdeild Landspítala 1942-45,
deildarlæknir þar 1955-58 og skipaður yfir-
læknir 1. janúar 1959. Hann hóf kennslu í
lyflækningum við læknadeild haustið 1957
og var skipaður dósent 15. september
1959.
Theódór Skúlason þótti einkar skipu-
legur og greinagóður kennari og var hið
mesta snyrtimenni um allt er iaut að til-
högun vinnunnar. Síðasta áratug ævi sinn-
ar fór hann inn á nýtt verksvið, sem var
efnaskipta- og innkirtlafræði, og skrifaði
margt um þau efni og önnur í innlend og
alþjóðleg læknatímarit. Hann tók mikinn
þátt í endurskipulagningu læknanámsins
og var í nefnd, er fjallaði um þau mál.
Hann naut mikils álits sökum lærdóms og
mannkosta. Var hann listhneigður að eðl-
isfari, fagurkeri mikill og sýndi vakandi
áhuga listferli Þorvalds bróður síns.
Pétur Sigurðsson, fyrrum háskólaritari,
andaðist 15. október 1971.
Hann var fæddur að Ánabrekku í Borg-
arhreppi, Mýrasýslu, 17. febrúar 1896.
Nam íslensk fræði í Kaupmannahafnarhá-
skóla 1914-17 og 1919-20 og í Háskóla
íslands 1920-23. Lauk meistaraprófi 16.
febrúar 1923. Var það fyrsta háskólaprófið
í íslenskum fræðum við Háskóla íslands.
1925-29 var hann aðstoðarbókavörður við
Landsbókasafnið og gaf út Ritaukaskrár
Landsbókasafns um árin 1918-28.
Pétur Sigurðsson var skipaður háskóla-
ritari 1. október 1929. Var háskólinn þá til
húsa í nokkrum stofum í Alþingishúsinu
við Austurvöll en flutti haustið 1940 í hina
glæstu byggingu suður á Melum.
Er háskólinn stofnaði sín tvö fjáröflun-
arfyrirtæki, var Pétur ráðinn forstjóri
þeirra beggja. Hann var forstjóri Happ-
drættis Háskóla íslands frá stofnun þess
1933 og þar til hann lét af embætti háskóla-
ritara, og forstjóri Tjarnarbíós 1942-47, er
sérstakur forstjóri var ráðinn.
Fyrr á árum var Pétur Sigurðsson burð-
arás háskólans um alla fésýslu og daglegan
rekstur. Hann var sívinnandi, fljótvirkur
og vandvirkur, skrifaði fagra rithönd, sem
hann lærði, er hann hafði gerst háskólarit-
ari, og bera gerðabækur háskólans og
bókhald velvirkni hans fagurt vitni. Hann
var glaðsinna, kíminn og kyrrlátur, og
þögull var hann sem gröfin um öll þau
gagnkvæmu klögumál sem kennarar báru í
hans eyru, en starfsamur með afbrigðum.
Hann var e. k. miðpunktur háskólans, er
þá var allur í einni og sömu byggingunni,
og söfnuðust kennarar einatt saman í skrif-
stofu hans í „fríkvartéri", en Pétur lét ekki
truflast, svaraði aldrei ávarpi fyrr en hann
hafði lokið við að skrifa setningu til enda
eða að færa dálkinn. Leit hann þá upp, og
var svar hans oft kímni blandið. Með
kyrrlátu og íhugulu starfi sínu átti hann
ríkan þátt í eflingu háskólans.
í persónu Péturs Sigurðssonar samein-