Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 32
30
Árbók Háskóla íslands
mjótt á mununum, hvað sé stúdentspróf og
hvað ekki. Háskóli íslands á að geta veitt
viðtöku glæsilegum námsmönnum sér-
hæfðum, enda þótt lokapróf þeirra heiti
annað en stúdentspróf. Að sinni skal eigi
fleira nefnt um þetta stórmál, sem er rétt-
lætismál eins og nú er komið.
Háskóli íslands væri varla hugsanlegur
án stúdenta. Háskóli er til vegna námsþarfa
og menningar. Hann verður því að hlynna
að stúdentunum, að þeir fái sómasamlegt
nám og sómasamlega aðstöðu til þess.
Hann verður og að geta liðsinnt þeim í fé-
lagslegum þörfum þeirra og samtaka þeirra.
Háskóli fslands hefur vissulega ekki ýkja
mikið bolmagn, en eftir föngum hefur hann
veitt þeim stuðning. Pað var yndisleg sjón
að sjá stúdentabörnin ganga í kringum
jólatré í hátíðasalnum í fyrra, efnileg, vel
hirt og vel klædd. Það var ánægjulegt að sjá,
hversu vel tókst með skemmtun stúdenta í
anddyri háskólans síðastliðið gamlárskvöld
og flugeldasýninguna á eftir í ,,skeifunni“.
Virðast hér atriði á ferð, sem gjarnan mega
komast í hefð. Og jafnhliða þessu var og
skemmtilegt, hversu vel tókst til með
kvöldskemmtun kennara- og starfsliðs að
Hótel Borg laugardaginn síðasta í vetri. Og
sýndu þá kennarar, að þeir eru þess megn-
ugir að sjá vel um skemmtiatriðin sjálfir.
Vonandi verður þetta og að hefð.
Háskóli íslands er svo sannarlega orðinn
að gífurlega þýðingarmikilli stofnun, og
áhrifa hans gætir í sívaxandi mæli í þjóð-
lífinu. Enginn getur gengið þess dulinn. Og
menntamannahroka gætir næsta lítið. Há-
skólinn er ósköp manneskjuleg stofnun,
þegar á allt er litið. Hann er enginn fíla-
beinsturn, heldur þáttur í samfélaginu; má
vera, að kröpp kjör valdi því.
Sjóðir háskólans rýrna með ári hverju, og
er svo komið, að mál þetta þarf að setja í
sérstaka athugun, því að eigi er lengur
auðið að fullnægja skipulagsskrám og
ákvæðum, og bitnar það í senn á kennurum
og stúdentum. Auk þess er háskólinn fjár-
frek stofnun vegna stærðar sinnar og marg-
háttaðra hlutverka. Auðvelt er að gera sér
nokkra grein fyrir þessu með því að blaða í
frumvarpi til fjárlaga og ríkisreikningum
auk reikninga sjóða í vörslu háskólans.
I því sambandi mætti skjóta inn athuga-
semd við B-hluta frumvarps til fjárlaga fyrir
árið 1971. Á bls. 85, 5. gr., er Háskólabíó
fært upp sem ríkisfyrirtæki. Petta er eigi
rétt. Háskólabíó er eign Sáttmálasjóðs, sem
stofnaður var með sambandslögunum milli
íslands og Danmerkur hinn 1. desember
1918, en stofnskrá hans staðfest af konungi
hinn 29. júní 1919. Sáttmálasjóður er
sjálfseignarstofnun, en varsla hans faiin
Háskóla íslands. Hefði því verið réttara að
birta eigi reikning Háskólabíós sem ríkis-
fyrirtækis. Hins vegar sýnir reikningur
Sáttmálasjóðs, að hann getur eigi lengur
gegnt sínu hlutverki vegna fjárskorts.
En það er gleðiefni að geta tilkynnt í dag í
heyranda hljóði, að stjórn sjóðsins Norð-
mannsgjafar hefur veitt prófessor, dr. Einari
Ól. Sveinssyni eitt hundrað þúsund krónur
til framhaldsrannsókna og í virðingarskyni
fyrir unnin störf, og Hinu íslenska bók-
menntafélagi eitt hundrað þúsund krónur
til styrktar á útgáfu rits dr. Selmu Jónsdótt-
ur um handritin að Stjórn.
Til þess að fé verði varið með sem skyn-
samlegustum hætti, og til þess að ábyrgar
ákvarðanir geti verið teknar með skjótum
hætti, hefur verið skipuð samstarfsnefnd
um háskólamálefni. Henni er ætlað tvíþætt
verkefni:
a) að fjalla um áætlanir, er varða starf-