Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 32

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 32
30 Árbók Háskóla íslands mjótt á mununum, hvað sé stúdentspróf og hvað ekki. Háskóli íslands á að geta veitt viðtöku glæsilegum námsmönnum sér- hæfðum, enda þótt lokapróf þeirra heiti annað en stúdentspróf. Að sinni skal eigi fleira nefnt um þetta stórmál, sem er rétt- lætismál eins og nú er komið. Háskóli íslands væri varla hugsanlegur án stúdenta. Háskóli er til vegna námsþarfa og menningar. Hann verður því að hlynna að stúdentunum, að þeir fái sómasamlegt nám og sómasamlega aðstöðu til þess. Hann verður og að geta liðsinnt þeim í fé- lagslegum þörfum þeirra og samtaka þeirra. Háskóli fslands hefur vissulega ekki ýkja mikið bolmagn, en eftir föngum hefur hann veitt þeim stuðning. Pað var yndisleg sjón að sjá stúdentabörnin ganga í kringum jólatré í hátíðasalnum í fyrra, efnileg, vel hirt og vel klædd. Það var ánægjulegt að sjá, hversu vel tókst með skemmtun stúdenta í anddyri háskólans síðastliðið gamlárskvöld og flugeldasýninguna á eftir í ,,skeifunni“. Virðast hér atriði á ferð, sem gjarnan mega komast í hefð. Og jafnhliða þessu var og skemmtilegt, hversu vel tókst til með kvöldskemmtun kennara- og starfsliðs að Hótel Borg laugardaginn síðasta í vetri. Og sýndu þá kennarar, að þeir eru þess megn- ugir að sjá vel um skemmtiatriðin sjálfir. Vonandi verður þetta og að hefð. Háskóli íslands er svo sannarlega orðinn að gífurlega þýðingarmikilli stofnun, og áhrifa hans gætir í sívaxandi mæli í þjóð- lífinu. Enginn getur gengið þess dulinn. Og menntamannahroka gætir næsta lítið. Há- skólinn er ósköp manneskjuleg stofnun, þegar á allt er litið. Hann er enginn fíla- beinsturn, heldur þáttur í samfélaginu; má vera, að kröpp kjör valdi því. Sjóðir háskólans rýrna með ári hverju, og er svo komið, að mál þetta þarf að setja í sérstaka athugun, því að eigi er lengur auðið að fullnægja skipulagsskrám og ákvæðum, og bitnar það í senn á kennurum og stúdentum. Auk þess er háskólinn fjár- frek stofnun vegna stærðar sinnar og marg- háttaðra hlutverka. Auðvelt er að gera sér nokkra grein fyrir þessu með því að blaða í frumvarpi til fjárlaga og ríkisreikningum auk reikninga sjóða í vörslu háskólans. I því sambandi mætti skjóta inn athuga- semd við B-hluta frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1971. Á bls. 85, 5. gr., er Háskólabíó fært upp sem ríkisfyrirtæki. Petta er eigi rétt. Háskólabíó er eign Sáttmálasjóðs, sem stofnaður var með sambandslögunum milli íslands og Danmerkur hinn 1. desember 1918, en stofnskrá hans staðfest af konungi hinn 29. júní 1919. Sáttmálasjóður er sjálfseignarstofnun, en varsla hans faiin Háskóla íslands. Hefði því verið réttara að birta eigi reikning Háskólabíós sem ríkis- fyrirtækis. Hins vegar sýnir reikningur Sáttmálasjóðs, að hann getur eigi lengur gegnt sínu hlutverki vegna fjárskorts. En það er gleðiefni að geta tilkynnt í dag í heyranda hljóði, að stjórn sjóðsins Norð- mannsgjafar hefur veitt prófessor, dr. Einari Ól. Sveinssyni eitt hundrað þúsund krónur til framhaldsrannsókna og í virðingarskyni fyrir unnin störf, og Hinu íslenska bók- menntafélagi eitt hundrað þúsund krónur til styrktar á útgáfu rits dr. Selmu Jónsdótt- ur um handritin að Stjórn. Til þess að fé verði varið með sem skyn- samlegustum hætti, og til þess að ábyrgar ákvarðanir geti verið teknar með skjótum hætti, hefur verið skipuð samstarfsnefnd um háskólamálefni. Henni er ætlað tvíþætt verkefni: a) að fjalla um áætlanir, er varða starf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.