Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 37

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 37
Raeður rektors Háskóla íslands 35 Ur ræftu rektors við afhendingu prófskírteina 9. október 1971 Margir líta svo á, að óðum líði að því, að hinn mikli punktur verði innan skamms settur og mannkynið tortími sjálfu sér. Það er í sjálfu sér engin ný kenning. Þér, sem ungir eruð að árum eða þá í anda, ættuð samt að hafa í yður hina brennandi von í lijarta, að hugvitssemi mannsins geti sigr- ast á erfiðleikum mannkynsins, en eigi emvörðungu hugvitssemin, heldur og dugnaðurinn, heiðarleikinn, góðsemin og réttlætið. Og lítil þjóð nyrst í hafi, á jaðri hins byggilega, tekur eftir, velur og hafnar, en gjörðir hennar í samstilltum átökum út á við einkennast af hjálpsemi og góðfýsi í garð þeirra, er líða neyð. Háskóli íslands hefur borið gæfu til að sýna í síauknum mæli, að í honum býr mikill og öflugur vaxtarbroddur til góðs — sé rétt á haldið. Sextugsafmæli hans er nú á þessu ári, og sé litið yfir liðin ár, þá kemur ematt í ljós, að hugvitssemin hefur borið hann uppi og fleytt honum áfram, auk dugnaðar, heiðarleika, góðsemi og rétt- lætis. Saga hans er brot af sögu þjóðarinn- ar, innilega samofin henni og óaðskiljanleg frá henni. Hng stúlka frá Austurlöndum fjær fékk tækifæri til að komast hingað til náms, sem hún hafði lengi þráð. Hún gat lokið prófi, þratt fyrir mjög örðug skilyrði til þess. Og byrjunin var örðug, svo örðug, að það var sem að ganga í gegnum hreinsunareldinn. Einbeitnin, kappið og seiglan sigruðu þessa örðugleika, rétt eins og hjá ykkur hinum. Það er varla svo, að nokkurt mannsbarn komist hjá örðugleikum. Ekkert okkar hér inni í þessum sal á því að fagna að hafa losnað við þá byrði. Hún fylgir öllu lífi. Háskólar eru í eðli sínu nokkuð íhalds- samar stofnanir og furðu seinvirkir. En þeir, sem ungir eru að árum eða í anda, eru óþolinmóðir. Og það er ofurskiljanlegt. Tíminn líður svo ört. Vel má vera, að hann sé afstæður á fleiri en einn veg. Hinar öru byltingakenndu framfarir nú á tímum virð- ast snúa hjóli tímans örar en var. Það gefur ekki tóm til að virða skýrt fyrir sér atburði og viðburði. Þeir flæða yfir oss með sí- auknum hraða. Þeir rísa eins og holskefla, er allt ætlar undir að keyra. Það er því eigi ófyrirsynju að leita aftur í tímann og fara með orð hins vitra stjórn- anda heimsveldisins forna, sem menning og menntun vor byggir á svo mjög. Hann sagði svo: „Það er undir sjálfum þér komið, að æviskeið þitt renni áfram fullt hamingju. Þú þarft einvörðungu að fara hina réttu leið og hugsa og breyta rétt. Þetta tvennt er sameiginlegt sál guðs og manna, yfirleitt hverrar skyni gæddrar veru, að láta ekkert aftra sér eða hindra í því efni, sem velferð hennar er fólgin í: réttlátu hugarfari og breytni samkvæmt því. Láttu þína breytni finna mark sitt í þessu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.