Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 119
HALLDÓR LAXNESS HEIÐRAÐUR
Hátíðarsamkoma á sjötugsafmæli Hall-
dórs Laxness
Sunnudaginn 23. apríl 1972 efndu Háskóli
íslands og Rannsóknastofnun í bók-
menntafræði til hátíðarsamkomu í Sam-
komuhúsi háskólans við Hagatorg vegna
afhendingar doktorsskjals Halldórs Lax-
ness rithöfundar á sjötugsafmæli hans, en
þann dag var skáldið kjörið doktor í ís-
lenskum fræðum í heiðurs skyni (doctor
Htterarum islandicarum honoris causa).
Samkoman hófst kl. 13.30 á ræðu rekt-
ors Háskóla íslands, próf. dr. Magnúsar
Más Lárussonar, og er ræðan birt hér á
eftir. t>á lýsti deildarforseti heimspeki-
deildar, prófessor Sveinn Skorri Höskulds-
son doktorskjöri. Halldór Laxness veitti
viðtöku doktorsskjali og ávarpaði sam-
komuna nokkrum orðum við mikinn fagn-
aðargný viðstaddra. Er ávarp hans birt hér
á eftir.
Að því loknu flutti Guðrún Tómasdóttir
söngkona „Söng úr ljóðum Halldórs Lax-
ness“ og þau Ágúst Guðmundsson, Björg
Árnadóttir og Óskar Halldórsson lásu upp
ór verkum skáldsins. Að lokum sleit rektor
samkomunni.
^seða rektors Háskóla íslands
Virðulegu forseti íslands og forsetafrú,
hœstvirtu ráðherrar,
háttvirta samkoma.
Hlutverk háskóla er í reynd fjölþættara
en að vera fræðslustofnun og rannsóknar-
stofnun stúdentum og kennurum til handa.
að er og eitt hlutverka hans — séu lög
Háskóla íslands lesin og gaumgæfð — að
yigj ast með því, sem vel er gert og mark-
Vert utan veggja hans, að meta það og
vega, og þá að veita því þá viðurkenningu,
sem er á valdi hans.
Hlutverk það er vissulega ábyrgðar-
mikið, en að fengnu mati og tekinni
ákvörðun hefur Háskóli íslands opnað
sínar dyr fyrir alþjóð að frumkvæði þeirra,
sem gerst mega vita um eina grein lista og
vísinda, sem einkum hefur verið þjóðinni
töm og kær, og boðað til opinberrar hátíð-
arsamkomu til að sýna bókmenntum og
skáldskap þjóðarinnar verðugan sóma. Og
um leið er ljóst, að innan háskólans starfar
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði,
sem ötullega hefur undirbúið þá stund,
sem vér megum eiga hér saman.
Fyrir löngu hafa íslendingar vakið eftir-
tekt meðal annarra þjóða vegna fimi á
sviði skáldskapar, bókmennta og annarra
lista. Og ef til vill er það engan veginn
ofmælt, að þær listir hafi varðveitt mál og
þjóðerni. Þær virðast allar götur aftur í
myrkviðu alda hafa verið með þeirn hætti,
að undrun megi vekja.
Þá ber eins að gæta, að ísland er eyja, og
liggja því leiðir héðan í hvern þann veg,
sem einstaklingurinn kýs, til fastalandsins,
hafi hann á annað borð djörfung og þor að
leggja til atlögu við vegalengdina, sem oss
reynist svo oft ærið erfið.
Leið piltsins úr sveitinni til erlendra
höfuðbóla og uppsprettna fegurðar og lista
getur orðið torsótt, skrykkjótt og jafnvel
hættuleg og hefur ætíð verið svo. Samt
hafa menn á öllum öldum lagt í þá ferð og
komist aftur með mikinn feng, sem þeir
hafa miðlað af. Og reyndar hafa þeir með
vissum hætti gegnt sama hlutverki og hinir,
sem lögðu líf sitt í hættu við atlöguna við
úthafið á smákænum — allir hafa þeir
dregið björg í bú.
íslenskar bókmenntir eru eitt af hinum