Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 11

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 11
Aftvennu illu 9 en ég ætla samt að ræða um og segja sögur, sögur af ákveðnu tagi, í ákveðnu augnamiði. „Tveir eru nú kostir fyrir höndum“, sagði Kári Sölmundarson við Bjöm í Mörk forðum, „sá er annar, að þú standir að baki mér og hafir skjöldinn að hlífa þér með, ef þér kemur hann að nokkuru gagni. Hinn er annar, að þú stíg á hest þinn og ríðir undan, sem þú mátt mest.“ Við munum hvom Björn valdi að lokum þótt honum þættu báðir miðlungi góðir. Hann kaus fremur, af tvennu illu, að vera bakhjarl Kára - bar enda nokkurt traust til vígsgæfu hans - en að „skæðar tungur“ tækju svo til orðs að hann hefði mnnið frá Kára í hugleysi. Við munum einnig hvemig Bjöm þótti „miklu heldur maður en áður fyrir sér“ eftir að hafa upp tekið þennan kost, bæði í hópi annarra búandkarla og ekki síður, sem Birni þótti sjálfum mest um vert, í augum konu sinnar. Kári hafði að vísu reynst „vinur hans mikill" er hann túlkaði orð og gjörðir Bjöms fyrir húsfreyju. Þessi saga kann að vera háðuleg fremur en harmræn en hún sver sig þó í ætt kringum- stæðna sem ganga eins og rauður þráður í gegnum fornsögur okkar: Söguhetjan stendur frammi fyrir tveimur kostum og báðum hörðum. Hún kemst ekki hjá því að velja annan hvom og hetjuskapur hennar veltur á því hvort henni þykir á endanum fegurri, hlíðin eða hafið. Alsiða er í siðfræði að tefla fram klípusögum af þessu tagi og þær eru raunar í tísku nú sem aldrei fyrr. Söguhetjan er leiksoppur einhverra yfirþyrmandi aðstæðna, í þessu tilfelli duttlunga heim- spekingsins sem spinnur henni örlög af ýtrasta hugviti. Á báðar hendur blasir við hyldýpið eða hroðinn og vandséð hvemig hún getur losnað úr klípunni. Sumir hafa bent á að heimspekingar sjáist á tíðum ekki fyrir í hugkvæmni sinni: Margar þessar sögur séu í versta falli svo óraunhæfar að þær lýsi aðstæðum sem aldrei verði á vegi nokkurs venjulegs manns; í besta falli gefi áherslan á þær rangsnúna mynd af þeim hversdagslega siðferðisvanda sem nútímamenn standi frammi fyrir við hvert fótmál. Óþarfi sé þar að seilast um hurð til loku.7 n Richard Hare hefur m.a. gert sér nokkum mat úr þessari gagnrýni, sjá tilvísanir í skrif hans í grein minni, „Nytjastefnan", Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992), bls. 84. Mætti ég hér rétt nefha þriðju ávirðinguna: Ofnotkun klípusagna við að skera úr um siðferðisvitund fólks kann að hafa villt þeim sýn er borið hafa saman siðferðiskennd karla og kvenna. Reynsla mín er vissulega sú hin sama og flestra annarra, að konur velki slíkar sögur lengur í huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.