Hugur - 01.01.1996, Síða 33
Aftvennu illu
31
Dygðafræðin skortir siðferðilega yfirbyggingu, segi ég. Það sem ég
á við er að þrátt fyrir að þau gylli með réttu hið dygðumprýdda líf þá
falli þau á því prófi marktækrar siðferðiskenningar sem fyrr var nefnt:
að láta okkur í té leiðarvísi um viðbrögð við siðferðilegum klípum.
Dygðafræðin springi þannig í raun á útgönguversinu þó að forspilið
sé gott. Hvemig á að breyta þegar kvaðir ólíkra dygða stangast á:
sannsögli á við mannkærleika, ellegar réttlætis á við ,jnilding himins
gilda“ eða brýna nauðsyn? Það merkilega er að Hursthouse gerir sér
fulla grein fyrir þessari ávöntun en ber það skam í vænginn að hún sé
ekkert sérvandamál dygðafræða; lögmálskenningar í siðfræði hafi þar
sama djöful að draga, þegar ólík lögmál um breytni stangist á.56
Látum svo vera; en Hursthouse láist að horfa framan í þá staðreynd að
ein helstu rök leikslokasinna fyrir því að hafna lögmálskenningum em
einmitt þessi: Þær skeri ekki úr um rétta breytni við slíkar aðstæður
og hvetji okkur fremur til þess að sitja með hendur í skauti en að eiga
á hættu að bijóta lögmál.
Philippa Foot vill ekki að ég skjóti samgísl minn í dæminu sem
fyrr var nefnt og svör hennar yrðu ugglaust hin sömu í sögunum um
fituhlunkinn og val Sophie: Ég á að friða samviskuna með því að
aðhafast ekki, með því að þykjast varpa ábyrgðinni frá mér yfir á aðra.
Af máli þeirra Anscombe, Maclntyre og Hursthouse má ráða að þau
gefi sams konar svar við slíkum gátum, ef þau gefa þá nokkurt svar á
annað borð: Umhyggjan fyrir eigin hreinleik og/eða hinn órökstuddi
forgangur réttlætisins sem siðferðisdygðar og/eða eitthvert enn annað
tré sem veifað er krefst þess að við höfumst ekki að. Það er við þessu
svari sem mig óar.
En hef ég ekki, myndu þau fjögur spyija, einblínt um of á einstakar
athafnir manna eða ákvarðanir um hvað beri að gera, í stað þess að
hyggja að hinu hvers konar manneskja maður vilji veral Þorsteinn
Gylfason dregur skörp skil milli þess að vera og að gera:
íslenzka orðið um „karakter" er einmitt „siðferði": siðferði manns en
ekki gerða hans eða breytni. Og það er þessi siðferðishugmynd sem
56
Sjá „Virtue Theory and Abortion", bls. 229.