Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 35

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 35
Af tvennu illu 33 tengir við endalausar málamiðlanir stjómmálanna.61 Þcgar kemur að erfiðri ákvörðun á ögurstund á nytjastefnumaðurinn oft úr vöndu að ráða, en hann skirrist ekki við að reyna að ráða fram úr vandanum með hamingju sem flestra að leiðarljósi;62 að horfast í augu við samábyrgð sína á velferð heimsins. Nytjastefnumaðurinn flýr þannig úr brenn- unni með Kára, til þess að geta síðar komið fram maklegum hefndum, í stað þess að bíða bölrór eftir því að logamir svíði hann. Hann bregst við eins og hetja fram í rauðan dauðann, ekki sem leiksoppur eða fórnarlamb.63 Komi að því að hann þurfi, eins og Sophie, að kjósa feigð á einn til að bjarga öðrum, gerir hann það l'ráleitt með því hugarfari að ekki muni um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni. Nytja- stefnumaðurinn þjáist, eins og við þjáumst öll þegar við neyðumst til að taka harmræna ákvörðun. En hann veit einnig að betra er, af tvennu illu, að annað bamið lifi en hvomgt, og hann veit að hann býr í hörðum heimi þar sem það kostar klof að ríða röftum; að gera og vera. Dygðafræðingar nútímans hafa gert siðfræðinni mikið gagn, eins og ég vék að í öndverðu máli. Þeir hafa rifjað upp með okkur forn aristótelísk sannindi um þýðingu dygða, og ekki síður tilfinninga, fyrir hið góða líf. En að svo miklu leyti sem siðferðiskenning er hjálpartæki til siðlegrar ákvörðunar þá hafa þeir ekki, fremur en Aristóteles forðum, sett fram neina fullburða kenningu, neitt „tæki“ 61 Sjá „Að gera og að vera...“, bls. 76. 62 Hér verður þó að minna á það sem fyrr segir í ritgerðinni að til geta verið aðstæður þar sem báðir/allir kostir eru nákvæmlega jafnslæmir og ekki skiptir í raun máli hvor/hver er valinn. Sjá einnig neðanmálsgrein 16 f „Nytjastefnunni", Þroskakostir, bls. 85. En það er ekki löstur á nytjastefnunni (né hvaða annarri siðferðiskenningu sem er) að geta ekki gefið okkur ráð við slíkar jaðaraðstæður, fremur en það er löstur á íþróttadómara að geta ekki skorið úr um hvor vann hlaup ef tveir komu hnífjafnir í mark. 63 Ég styðst hér m.a. við skilgreiningu hetjuhugsjónarinnar í bók Bowra, C. M., Heroic Poetry (London: Macmillan, 1966). Bowra bendir á hvemig hetjuskáldskapur hafi smám saman sprottið upp úr eldri skáldskapargerðum, töfraþulum og tregrófi; breytingin sé m.a. sú að hetjan beijist til síðasta blóðdropa við ofureflið í stað þess að beygja sig fyrir því og harma hlutskipti sitt sem leiksopps örlaganna. Að breyttu breytanda má segja að ég hafi í þessari ritgerð rakið hliðstæða þróunarsögu, frá sjálfhverfu dygðafræðanna til dáða nytjastefnunnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.