Hugur - 01.01.1996, Page 51
Orðrœðan um frelsið
49
skynsamleg og óþvinguð rökræða allra hlutaðeigandi væri ástunduð.
Þessa hugmynd um „ákjósanlegar samræðuaðstæður,“ eins og
Habermas nefnir hana, ber ekki að skilja sem sögulegan lokaáfanga
sem við getum vænst að verði að veruleika; hún er fræðileg
fyrirmynd, þ.e. hugmynd sem við getum miðað við í mati okkar og
gagnrýni á allar raunverulegar samræður.
Það er hlutverk heimspekinnar að skýra þær leikreglur sem pólitísk
samræða á að lúta og að gagnrýna þær félagslegu aðstæður sem standa
í vegi fyrir henni. Habermas leggur hins vegar áherslu á að
heimspekingurinn eigi ekki að kveða upp úr um niðurstöður slíkrar
samræðu.35 Það er lýðræðisleg krafa sem gera verður til þegnanna
sjálfra. Þátttaka í pólitískri samræðu um mótun lífsskilyrða er ein
mikilvægasta leiðin sem völ er á til menn nái að þroska hæfileika
sína, réttlætiskennd og samábyrgð. Þetta er það almenna félagslega
markmið sem okkur er sameiginlegt, og umræður um skipan þjóð-
félagsins þurfa ekki aðra viðmiðun. Og skilyrði þess að því markmiði
verði náð eru samstaða, gagnkvæm aðstoð og virðing meðal
borgaranna, miklu fremur en einangrað sjálfræði einstaklinga.
Einbliða áhersla á frelsisréttindi hefur tilhneigingu til að sundra þeim
félagslegu innviðum sem þroskaskilyrði manna byggja á. Svarið við
þessu er hvorki að draga úr réttindum einstaklinga né að hverfa aftur
til gamalla gilda, heldur að móta öfluga, lýðræðislega samræðu-
menningu þar sem fólk er virkjað til ákvarðana um eigin lífsskilyrði á
ábyrgan hátt.
í síðasta lagi, þegar félagslegu frelsi er lýst útfrá frjálsum sam-
ræðum, þá höfum við fundið fijóa leið til þess að ræða sambandið
milli frelsis og siðferðis. Hin sameiginlega umhugsun um valkosti í
rökræðu er upplýst af siðferðilegum röksemdum. Samkvæmt þessu
viðhorfx getur frelsið því hvorki verið fólgið í fjölda þeirra valkosta
sem standa til boða né í tiltekinni þjóðfélagsskipan, að þeirri kröfu
undanskilinni að samfélaginu sé þannig háttað að það geri frjálsar
samræður mögulegar. Þessi krafa skiptir sköpum vegna þess að hún
byggir á þeirri meginforsendu að félagsleg markmið verði ekki
ákvörðuö f einræðu; menn verða að hugsa og sammælast um þau í
35 Sjá til dæmis Moral Consciousness and Communicative Action, þýð.
Christian Lenhardt og Shierry Weber Nicholsen (Cambridge: Polity
Press 1990), s. 122.