Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 51

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 51
Orðrœðan um frelsið 49 skynsamleg og óþvinguð rökræða allra hlutaðeigandi væri ástunduð. Þessa hugmynd um „ákjósanlegar samræðuaðstæður,“ eins og Habermas nefnir hana, ber ekki að skilja sem sögulegan lokaáfanga sem við getum vænst að verði að veruleika; hún er fræðileg fyrirmynd, þ.e. hugmynd sem við getum miðað við í mati okkar og gagnrýni á allar raunverulegar samræður. Það er hlutverk heimspekinnar að skýra þær leikreglur sem pólitísk samræða á að lúta og að gagnrýna þær félagslegu aðstæður sem standa í vegi fyrir henni. Habermas leggur hins vegar áherslu á að heimspekingurinn eigi ekki að kveða upp úr um niðurstöður slíkrar samræðu.35 Það er lýðræðisleg krafa sem gera verður til þegnanna sjálfra. Þátttaka í pólitískri samræðu um mótun lífsskilyrða er ein mikilvægasta leiðin sem völ er á til menn nái að þroska hæfileika sína, réttlætiskennd og samábyrgð. Þetta er það almenna félagslega markmið sem okkur er sameiginlegt, og umræður um skipan þjóð- félagsins þurfa ekki aðra viðmiðun. Og skilyrði þess að því markmiði verði náð eru samstaða, gagnkvæm aðstoð og virðing meðal borgaranna, miklu fremur en einangrað sjálfræði einstaklinga. Einbliða áhersla á frelsisréttindi hefur tilhneigingu til að sundra þeim félagslegu innviðum sem þroskaskilyrði manna byggja á. Svarið við þessu er hvorki að draga úr réttindum einstaklinga né að hverfa aftur til gamalla gilda, heldur að móta öfluga, lýðræðislega samræðu- menningu þar sem fólk er virkjað til ákvarðana um eigin lífsskilyrði á ábyrgan hátt. í síðasta lagi, þegar félagslegu frelsi er lýst útfrá frjálsum sam- ræðum, þá höfum við fundið fijóa leið til þess að ræða sambandið milli frelsis og siðferðis. Hin sameiginlega umhugsun um valkosti í rökræðu er upplýst af siðferðilegum röksemdum. Samkvæmt þessu viðhorfx getur frelsið því hvorki verið fólgið í fjölda þeirra valkosta sem standa til boða né í tiltekinni þjóðfélagsskipan, að þeirri kröfu undanskilinni að samfélaginu sé þannig háttað að það geri frjálsar samræður mögulegar. Þessi krafa skiptir sköpum vegna þess að hún byggir á þeirri meginforsendu að félagsleg markmið verði ekki ákvörðuö f einræðu; menn verða að hugsa og sammælast um þau í 35 Sjá til dæmis Moral Consciousness and Communicative Action, þýð. Christian Lenhardt og Shierry Weber Nicholsen (Cambridge: Polity Press 1990), s. 122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.