Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 71
Um list og fegurð
69
Til þess að hrekja þessa afturgöngu aftur ofan í jörðina velur
Símon að fylgja í meginatriðum kenningum enska fagurfræðingsins
R.C. Collingwoods, en eins og oft í ritinu er ekki gott að sjá hvaða
rök koma frá Símoni sjálfum. Fyrst gerir Símon grein fyrir nokkrum
helstu kennimerkjunum á tækni, s.s. að tækni feli ávallt í sér
aðgreiningu markmiðs og leiða, að hugtakið tækni feli í sér að-
greiningu áætlunar og framkvæmdar, að í tækni eigi sér stað
aðgreining hráefnis og fullgerðs hlutar og að í tækni verði að gera
greinarmun á efni og formi. Eftir að hafa gert grein fyrir tæknihug-
takinu með þess konar skilgreiningum ber hann þær saman við
listhugtakið. Að samanburðinum loknum - sem ég ætla ekkert að fara
hér nánar út í - telur Símon sig geta fullyrt að hrein list geti með
engu móti verið tækni, þar sem hana skortir flest eða öll þau kenni-
merki, sem eru til staðar í allri tækni. En hann segir jafnframt að þrátt
fyrir þá niðurstöðu gildi að öðru jöfnu að því betri sem tæknin er, því
betra sé listaverkið. Miklum listrænum hæfileikum þarf að fylgja góð
tækni til þess að þeir geti notið sín til fulls.
Mörgum kann að þykja þetta mótsagnakennd afstaða hjá Símoni og
held ég að hún sé það Hka. Vandamálið hjá honum í þessari rökfærslu
er til komið vegna þess að hann getur líklega ekki fullyrt eftir áður-
nefndan samanburð að hrein list geti með engu móti verið tækni.
Ástæðu þess tel ég vera af tvennum toga. Annars vegar gerir hann ráð
fyrir því, eins og ég hef áður minnst á, að hægt sé að taka eina
listgrein fyrir sem samnefnara þeirra allra og nota hana þannig sem
dæmi í rökfærslu um list almennt og yfirleitt. í þessu tilfelli gengur
það líklega ekki þar sem hann tekur skáldskap sem dæmi. Vissulega
er hann gott dæmi til þess að sýna fram á það sem Símon vill koma á
framfæri, en málið hefði líklega vandast ef hann hefði borið högg-
myndalist saman við trésmíði. Þá hefðu mörkin ekki orðið svona
skýr. Til dæmis byggir röksemdafærsla hans töluvert á samanburði á
efni tækniverks annars vegar og listaverks hins vegar, og gengur hann
nokkuð langt í því að gera grein fyrir sérstöðu hugverks eins og
skáldskapar gagnvart tæknilegum smíðisgrip. Hins vegar gengur hann
fulllangt að mínu mati í því að hafna því að listaverk megi skapa með
markmið í huga. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að listamaðurinn setji
sér markmið og áætlun til þess að skapa listaverk og ég sé heldur ekki
að það rýri gildi listaverks og geri það að hreinu tækniverki. En það