Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 74
72
Henry Alexander Henrysson
tengslum við fegurðargildi þess. Umræða hans er nú kannski ekkert
sérstaklega frumleg né áköf um þetta efni, enda telur hann þetta vera
nokkuð sjálfljóst, en þó má ég til með að nefna eitt dæmi sem Símon
tekur til stuðnings þessari skoðun sinni.
Þar segir hann að gildi Njólu Björns Gunnlaugssonar sem
listaverks sé ekki fólgið í heimsmynd þeirri og heimsskoðun sem þar
er lýst, heldur tjáningu undrunar og aðdáunar skáldsins á
sköpunarverkinu og lomingu fyrir höfundi þess. Að svo miklu leyti
sem Birni hafi tekist að tjá þessar tilfinningar, sé Njóla listaverk.
Þessi tiltinning eldist ekki, hún heldur ávallt ferskleika sínum, þótt
skoðanir þær og kenningar sem haldið er fram í Njólu um eðli
alheinisins úreldist og séu þegar um miðja þessa öld orðnar rangar.
Þannig geti listin verðskuldað þann dóm að teljast sönn, samkvæmt
Símoni, hún tjáir sannar tilfmningar, en ekki uppgerð og látalæti. Ef
við gerum okkur grein fyrir þessu, þá höfum við gert okkur grein fyrir
helstu þáttum fagurfræði þeirrar sem Símon er að halda fram í List og
fegurð. Tilfinningar eru samkvæmt henni veruleiki sinnar tegundar.
Hann getur verið sannur og ósannur í þeim skilningi, sem ég var að
nefna, og hann getur verið raunverulegur í þeim skilningi að við
lifum þær kenndir sem eru samfara hugsun okkar og skynreynslu.
Hann getur þannig jafnvel verið áhrifameiri en sá veruleiki sem við
köllum að öllu jöfnu raunveruleika.
Eftir að hafa hafnað því í tíunda kafla að til séu mismunandi
tegundir fegurðar, vindur Símon sér í að ræða tengsl listar og
sálkönnunar. Sá kafli er að mínu mati skemmtilegasti kafli bókarinnar
aflestrar, en um leið hlýtur hann að teljast nokkuð sérstakur í
ffamgangi hennar.
Sú sálarfræði sem hann talar um er sálarfræði í anda Freuds, þar
sem hlutdeild svokallaðra dulda er rannsökuð í sköpun og skoðun
listaverka. Símon rekur þessar kenningar nokkuð nákvæmlega og
ítarlega og tekur dæmi hvemig verk hafa verið rannsökuð með þessum
hætti. Sem dæmi má nefna að samkvæmt svonefndri sjónduld er
heimspekiiðkun einhvers konar göfgun strípihneigðar! Símon spyr sig
eðlilega hvort þessar skýringar varði nokkuð fagurfræði. Skýringar
sálkönnuða varða ekki merg málsins út frá fagurfræðilegu sjónarhomi.
Sem bæði áhuga- og fræðimaður um sálarfræði viðurkennir Símon
samt að listrannsóknir sálkönnuða séu athyglisverðar, en hann ítrekar