Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 74

Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 74
72 Henry Alexander Henrysson tengslum við fegurðargildi þess. Umræða hans er nú kannski ekkert sérstaklega frumleg né áköf um þetta efni, enda telur hann þetta vera nokkuð sjálfljóst, en þó má ég til með að nefna eitt dæmi sem Símon tekur til stuðnings þessari skoðun sinni. Þar segir hann að gildi Njólu Björns Gunnlaugssonar sem listaverks sé ekki fólgið í heimsmynd þeirri og heimsskoðun sem þar er lýst, heldur tjáningu undrunar og aðdáunar skáldsins á sköpunarverkinu og lomingu fyrir höfundi þess. Að svo miklu leyti sem Birni hafi tekist að tjá þessar tilfinningar, sé Njóla listaverk. Þessi tiltinning eldist ekki, hún heldur ávallt ferskleika sínum, þótt skoðanir þær og kenningar sem haldið er fram í Njólu um eðli alheinisins úreldist og séu þegar um miðja þessa öld orðnar rangar. Þannig geti listin verðskuldað þann dóm að teljast sönn, samkvæmt Símoni, hún tjáir sannar tilfmningar, en ekki uppgerð og látalæti. Ef við gerum okkur grein fyrir þessu, þá höfum við gert okkur grein fyrir helstu þáttum fagurfræði þeirrar sem Símon er að halda fram í List og fegurð. Tilfinningar eru samkvæmt henni veruleiki sinnar tegundar. Hann getur verið sannur og ósannur í þeim skilningi, sem ég var að nefna, og hann getur verið raunverulegur í þeim skilningi að við lifum þær kenndir sem eru samfara hugsun okkar og skynreynslu. Hann getur þannig jafnvel verið áhrifameiri en sá veruleiki sem við köllum að öllu jöfnu raunveruleika. Eftir að hafa hafnað því í tíunda kafla að til séu mismunandi tegundir fegurðar, vindur Símon sér í að ræða tengsl listar og sálkönnunar. Sá kafli er að mínu mati skemmtilegasti kafli bókarinnar aflestrar, en um leið hlýtur hann að teljast nokkuð sérstakur í ffamgangi hennar. Sú sálarfræði sem hann talar um er sálarfræði í anda Freuds, þar sem hlutdeild svokallaðra dulda er rannsökuð í sköpun og skoðun listaverka. Símon rekur þessar kenningar nokkuð nákvæmlega og ítarlega og tekur dæmi hvemig verk hafa verið rannsökuð með þessum hætti. Sem dæmi má nefna að samkvæmt svonefndri sjónduld er heimspekiiðkun einhvers konar göfgun strípihneigðar! Símon spyr sig eðlilega hvort þessar skýringar varði nokkuð fagurfræði. Skýringar sálkönnuða varða ekki merg málsins út frá fagurfræðilegu sjónarhomi. Sem bæði áhuga- og fræðimaður um sálarfræði viðurkennir Símon samt að listrannsóknir sálkönnuða séu athyglisverðar, en hann ítrekar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.