Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 119
Ritdómar
117
Það má hugsanlega ganga lengra í að túlka hvað vakir fyrir Hannesi
með umfjöllun sinni, með því að benda á að sú spuming virðist búa að
baki sérhverri greiningu og gagnrýni sem fram er sett, hver hlutur ríkisins
eigi að vera í lífi og samfélagi þegnanna. Þetta þarf ekki að koma á óvart
þeim sem þekkja til annarra skrifa Hannesar og er raunar ein af
lykilspumingum stjómmálaheimspekinnar á sérhverjum tíma. Þannig
hefði kannski verið eðlilegri titill á bókina „Hvert er hlutverk rQcisins?"
Hlutur ríkisins í stjómspeki Platóns er mikill eins og kunnugt er og meiri
en Hannesi líkar. Tvennt er þó enn meiri löstur á kenningu hans, að mati
Hannesar, og það er hugmyndin um afnám séreignaréttarins (hjá tveimur
efri stéttum ríkisins) og kenning Platóns um vitringaveldi. Frá sjónarhóli
þeirra sem telja að bæði hugmyndum og hagsmunum sé best borgið í
samkeppni á markaði er einkaeign forsenda skikkanlegs mannlegst
skipulags og takmörkuð þekking og þröngt sjónarhom allra grundvallar-
sannindi um mannlegan vemleika. En þótt Hannes geti að sjálfsögðu um
þau fjölskydutengsl sem menn hafa þóst merkja milli kenninga Platóns og
allra þekktra einræðisherra á síðustu öldum, þá hefur hann þó nokkra
samúð með gagnrýni Platóns á lýðræði - þ.e. á óheft lýðræði allra (eða
allra karlkynsborgara) eins og það var tíðkað á hans tíma. Verður það
Hannesi tilefni til fyrstu umræðu um eðli fulltrúalýðræðis og kosti þess
fram yfir önnur stjómarform (bls. 37—41). Sú umræða er síðan tekin upp
aftur í öllum hinum köflunum þar sem kostir fulltrúalýðræðis og rökin
fyrir því eru borin saman við þá kenningu sem verið er að ræða hverju
sinni.
Helsta gagnrýni Hannesar á Platón er ekki ný af nálinni og mjög í anda
þess sem margir meðmælendur fulltrúalýðræðis hafa haldið fram, en
þannig sett fram að það er erfitt annað en fallast á hana - sérstaklega þegar
eitt höfuðskáld okkar á þessari öld, Steinn Steinarr, er kallað til vitnis:
Minn herra léði mér fulltingi sannleikans,
hins hreina, djúpa, eilífa sannleika
sem ég þó aðeins skynja til hálfs.
eða slæmar, hókstaflegar eða frjálslegar og jafnvel koma með beina
gagnrýni á hugtakaþýðingar ef ástæða væri til (eins og raunar kemur
fyrir). Þess í stað virðist sem höfundur noti athugasemdir til að lofta út
persónulegum pirringi, en sjái enga ástæðu til að geta þess sem vel er
gert, eða fjalla um þýðingarnar af yfirvegun og samkvæmni.
Tilviljanakennd og ómarkviss umfjöllun rýrir gildi bókarinnar að
þessu leyti og tiltrú lesenda á fræðileg heilindi höfúndar.