Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 22
220
BÚNAÐAURIT
setn lán til sýningarinnar, og tilfæra
upphæðina sem eign í efnahagsyfirlit-
inu þar til reikningar sýningarinnar
verða endanlega gerðir upp, og pað
kemur i Ijós, að pað fje, sem veitt heflr
verið af pvi opinbera beint til sýning-
arinnar, hrökkvi ekki til að standast
kostnaðinn.
Leggur nefndin til að búnaðarpingið sampykki reikning
fjelagsins 1920 óbreyttan að öðru en pvi, sem tilfærslur
hennar fara fram á og að liður 8 í efnahagsyfirlitinu 31.
des. 1920 breytist í samræmi við pær og verði kr. 15810,14
í stað kr. 2300,00.
Að pví er efnishlið reikningsins sncrtir telur nefndin
ástæðu til að vekja athygli á pví, að fjárveitingar fjelagsins
til verklegra framkvæmda út um land virðast ekki vera i
samræmi eða svo ríflegar sem siðasta búnaðarping mun
hafa ætlast til; en forseti hefir enn ekki skýrt sjerstaklega
frá framkvæmdum á tillögum siðasta búnaðarpings og skýr-
ist petta pá væntanlega.1 *)
Þá leyfir nefndin sjer ennfremnr að vekja athygli á, að
styrkurinn til búnaðarsambandanna virðist vera lækkaður
frá áætlun síðasta búnaðarpings nokkuð af handahófi, par
sem sum hafa íengið áætlaðan styrk að fullu, en af öðrum
er dregið alt að ‘/3 áætlaðs slyrks. Að rjettu lagi hefði sam-
böndunum borið full 80°/o af áætluðum styrk í samræmi
við pað sem ríkissjóðstillagið til fjelagsins varð minna en
við var búist. Ræktunarfjelagíð befir pannig fengið að
minsta kosti 3000 kr. minna en pví bar i samræmi við
ákvörðun síðasta búnaðarpings, Búnaðarsamband Austur-
lands 1800 kr. minna, Búnaðarsamband Vestfjarða 1200 kr.
minna og Búnaðarsamband" Suðurlands 900 kr. minna, en
hin samböndin hafa fengið áætlaðan styrk að fullu.
Leggur nefndin til að pessu verði breytt á yfirstandandi
ári svo að búnaðarsamböndin öll njóti sama rjeltar og til-
lagið til peirra hvers lyrir sig lækki í rjcttum hlutföllum.
1) Prentuð skýrsla um störf fjelagsins síðastliðið ár lá fyrir búnaðar-
þinginu. Forseti.