Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 79
BtíNAÐARRIT
277
meö smára og aðra grastegund til, og fjekkst 40°/*
betri uppskera þar sem rafmagnið var.
Það virðist enginn efi á því, að rafmagn, undir viss-
um kringumstæðum, hafi örfandi áhrif á plöntuvöxtinn;
og sje dæmt eftir þeim tilraunum sem best hafa tekist,
þá eru víst allar líkur til, að rafmagnsræktun muni geta
borgað sig. En það er enn þá ekki nærri full-rannsakað,
hvernig henni verði best hagað. — Það hafa einstöku
Bprívat“-menn á Englandi gert tilraunir með rafmagns-
ræktun, en það hefir heppnast misjafnlega.
Prófessor Heindrick — við háskólann í Aberdeen —
skrifar i skotska búnaðarritið „Tbe Scottish Journal of
Agriculture" í april 1918 um tilraunir, sem bóndi einn
í Kincardineshire gerði í allmörg ár. Það var byrjað á
þeim fyrir 1910.
Fyrst voru gerðar tilraunir í stórum stíl úti á akrin-
um, en þær höfðu engan sýnilegan árangur. Eftir nokkur
ár var þá — í samráði við próf. Heindrick — byrjað
að gera nákvæmari tilraunir, til þess að reyna að kom-
ast fyrir hvernig á því stæði, að rafmögnunin hafði svo
lítinn árangur. Tilraununum var hagað eins og veoju-
lega, með háspentu neti yfir akrinum, og með venju-
legum áhöldum að öðru leyti. Mikið lagt í kostnað, til
að fá alt eins trygt og nákvæmt og auðið var; en eftir
5 ára tilraunir — 1913—1917 — er niðurstaðan, sem
komist er að, sú, að rafmagnið hafi ekki haft neinn
árangur á vöxtinn.
Hvernig á þessu stendur, að rafmagnið stundum virð-
ist engan árangur hafa, og stundum mjög góðan, er
ekki gott að segja; en það sýnir a. m. k. að ræktunar-
aðferðin er ekki nærri fullreynd enn þá.
Enn þá eitt dæmi, sem einnig sýnir þetta ljóslega, vil
jeg nefna. Próf. Lemström reyndi að nota víxlstraum
við tilraunir sinar, en það gafst ekki vel; og Sir Oliver
Lodge komst að þeirri niðurstöðu, að víxlstraumur hefði
engin áhrif. Síðastliðið sumar var þó reynt að nota