Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 100
298
BÚNAÐARRIT
Fóðnr- Um fyrri tilraunina skal þess aö eins getið,
tilrann með að 20 ám, sem allra jöfnustum, var skift í
Totliey. 4 flokka, 5 í hverjum. — Þurheys-flokkurinn
fjekk 6,5 kg. af vel þurkuðu útheyi á dag;
votheys-flokkurinn fjekk 16,5 kg. af háartöðu (útheys-
vothey var þá ekki til). Þriðji flokkurinn fjekk sinn helm-
inginn af hvoru, þurru og votu, og fjórði flokkurinn
fjekk V4 þurhey og a/t vothey (miðað við þurhey). —
Tilraunin stóð yfir í 6 vikur. Yar ánum aldrei hleypt út
þann tíma. í nokkra daga fengu votheys-ærnar skemt
og súrt vothey. Sýktust þá nokkrar þeirra, fengu skitu,
sem þó batnaði fljótt aftur, þegar þær fengu betra vot-
hey, og voru hraustar úr því. Allar ærnar þyngdust
nokkuð. Um nákvæman fóðurjöfnuð er ekki hægt að
segja, og því ekkert að marka tilraunina þannig. En hún
sýnir, að œr geta þrifist á tbmu votheyi, og það um
lengri tímu, í innistöðu.
Seinni tilraunin, 1919, stóð yfir í 72 daga, frá 30.
jan. til 11. aprii. Flokkarnir voru þrír: þurheys-flokkur,
V2 flokkur og votheys-flokkur. Þurheys-flokkurinn fjekk
1 kg. af grænu, sumarslegnu stararheyi, en votheys-
flokkurinn 3,s kg. af samskonar heyi (aðallega gulstör),
en slegnu síðast um haustið. Hafði aldrei verið slegið
þar áður, og var því heyið nokkuð sinublandið. Oœða-
mismunur var því mikill.
Við þurefnis-rannsóknir, sem gerðar voru fjórar, með-
an á tilrauninni stóð, kom það enn fremur í Ijós, að
votheys-ærnar fengu töluvert minna fóður en þurheys-
ærnar. Sjeu þær settar með 100 þurefniseiningar, fjekk
J/2 fiokkurinn 87,9 og votheys-flokkurinn 75,s þurefnis-
einingar — eða '/t minna fóður.
Þegar meðalflokks-þunginn er tekinn allan tímann,
þyngdist meðalærin í þurheys-flokknum um 0,3 kg. —
Ú2 flokkurinn um 0,c kg. — en votheysærin Ijettist um
3,o kg. — enda fær hún ekki meira fóður en sem jaín-
gildir 0,75 kg. af útheyi þuiru, og mundi engin ær, 50