Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 98
BtíN AÐA.RRIT
2S6
tyggja þetta þurfóður og koma því í gegnum meltingar-
færin. Oft sjást skepnur óeðlilega úttroðnar, — moð-
kviður. — Fóðrið þrýstir um of á meltingarfærin, þarm-
sveiflurnar aukast, fóðrið fer of hratt, i gegnum þau og
meltist lakar. Skepnan nær að eins því auðmeltasta.
Til þess að forðast þessa miklu og skaðlegu einhæfni
i fóðrun, og margvíslegu galla, sem mjög oft fyigja þur-
heysverkun, eigum við cdlir og árlega að búa til vot-
hey. að einhverju leyti, sem, meðal annars, hefir þessa
miklu höfuðkosti, að vera safaríkt, auðmeltara en þur-
hey, venjulega lystugra og þar af leiðandi hollara og
betra til fóðurs, en samskonar þurhey.
Minui úr- Þegar um ijelegt hey er að ræða, er miklu
gangur. miklu minui úrgangur á garða úr votheyi,
en samskonar þurheyi. Sinu og mosa jeta
skepnurnar ótrúlega vel með heyinu og verður þeim
að góðurn notum, einkum fái þær auðmelta eggjahvitu
og fitu með, svo sem í síldarmjöli og lýsi, sem líka
•sjálfsagt er.
Rjk, uiygia Allir þekkja hversu jyk og mygluhey er óholt
og hmgnn- fyrir menn og skepnur. Ætti í raun og veru
■'ormar. alt af að bleyta slíkt hey áður en það er
gefið. Heysýki í hestum, lungnaormaveiki,
lungnaveiki i mönnum og skepnum orsakast ekki beint
af slíkri óhollnustu, en magnast mjög og brýst stund-
um út, sem faraldur.
Hjer er einn stóri kostur votheysins fram yfir þur-
heyið. Votheyið er ryklaust og við venjulegan votheys-
hita drepast allar ormalirfur. Auk þessa er öll smitun
útilokuð við brynslu í vatnsstokknum, því skepnur, sem
fá hálfa gjöf eða meira af votheyi, þurfa alls ekkert að
drekka um lengri tíma, og við þetta sparast oft, mikið fóð-
ur, eins og áður er drepið á, einkum þegar um vanfóðraðar
Skepnur er að ræða, eða þær, sem aðeins fá viðhaldsfóður.