Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 71
BÚNAÐARRIT
269
V. Framtíðar-iuöguleikar.
Það geta verið skiftar skoðanir um það, hverjir at-
vinnuvegir sjeu hjer arðvænlegastir og heillavænlegastir
fyrir framtíð þjóðfjelagsins, en eitt er víst, að íslensku
þjóðerni verður eigi viðhaldið betur á neinn annan hátt,
en með því að rækta landið, og að sem flestir stundi
búnað. Á jarðyrkjunni byggi3t búnaðurinn, og á þeim
grundvelli stendur og fellur sjálfstæði íslendinga. Ef
land vort verður eigi ræktað og klætt á ný, eru allir
draumar um sjálfstæði hugarburður einn. Þetta þarf öll
þjóðin að skilja, og vinna ötullega að því markmiði, að
byggja og rækta landið. Að visn eru ræktunarskilyrði
hjer eigi sem ákjósanlegust. Tíðarfarið er óstöðugt og
kalt, en jarðvegurinn er góður. Ræktunin getur eigi
orðið margbreytileg. Grasrækt er aðalatriðið, og á henni
byggist svo búpeningsræktin. Búnaðurinn verður því til-
tölulega einfaldur, i samanburði við það, þar sem mögu-
leikar eru meiri. En þau atriði, sem um er að ræða,
þarf að rannsaka nakvæmlega, svo að alt geti farið sem
best úr hendi. Enn þá kunnum vjer lítið til verka, og
erum eigi farnir að notfæra oss það, sem vísindi og til-
raunir hafa hjálpað mönnum áfram sumstaðar annars-
staðar. Ef öll hjálparmeðul eru tekin til notkunar, og
viðreisnar islenskum búnaði, efumst vjer nú eigi um,
að möguleikar sjeu til að rækta landið, og að sú ræktun
geti orðið arðvænleg og til heilla fyrir þjóðfjelagið. Því
miður höfum vjer eigi ábyggilegar tölur um það, hvernig
land vort skiftist, með tilliti til ræktunar, eða hversu
mikið af því sje nothæft i búnaðarlegu tilliti. Ýmsir
hafa reiknað þetta út, en komist að mismunandi niður-
stöðu. Þegar lokið er kortun herforingjaráÖBÍns danska,
verður íyrst ráðin bót á þessn. — Til þess að gera sjer
uokkra grein fyrir ástæðum og umbóta-möguleikum,
verðum vjer að nota þær tölur, er venjulega eru taldar
sanni næst, og er þá talið: