Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 66
264
BÚNAÐARRIT
ingin sú, að gæði náttúrunnar ganga fyrr eða síðar til
þurðar og landið verður óbyggilegra.
Feður vorir tóku við landinu óyrktu, enn í sínum
jómfrúar-skrúða, „víði vaxið á milli fjalls og fjöru*, og
með þroskamiklum gróðri, sem þróaðist í skjóli skóg-
anna; siðan á landnámsöld höfum vjer mest hugsað um
það, að hagnýta oss sem best gæði þau, er landið hafði
að bjóða. Vjer höfum eytt af skógunum, afleiðingin af
því, eigi að eins skortur á eldivið og efnivið, en landið
heflr blásið upp á stórum svæðum, sem áður voru
gróðri klædd, eru það nú melar og blásin börð. Skóg-
arnir skýla eigi lengur jurtum eða búfje, og landið
verður óvistlegra, fyrir hina sífeldu næðinga, er nú
leika lausum hala. Túnin hafa verið ræktuð, en áburð-
urinn heflr víðast verið svo illa hirtur, að ræktunin
heflr oft gengið til þurðar. Engjarnar hafa verið siegnar,
en til að viðhalda frjómagni þeirra, eigi einu sinni ösk-
unni af heyinu verið kastað yflr þær aíttir. Bithaginn
heflr verið beittur, búfje safnað þar holdum, mjólk og
ull, en ekkert komið í staðinn. Þannig mætti halda
afram að telj i upp. Ekkert land er svo gott, að gæði
þess gangi ekki til þutðar, sje einlægt tekið af, en lítið
komi í staðinn fyrir það, sem tekið er. í náttúrunni er
sífeld hringrás, umbreyting efna og efnasambanda í ólikt
ásigkomulag. Hlutverk bóndans er að nokkru það, að
hjálpa til með að beina þessari hringrás þannig, að
hann geti fært sjer sem best í nyt ávöxt hennar. T. d.
nytjurtum þarf að sjá fyrir nægri næringu í jarðvegi
{með áburði), búfje fyrir nægu fóðri o. s. frv. Sje þessa
eigi gætt, verður afrakstur búsins litill og tekjur bónd-
ans iýrar.
Land vort hefir möig hjálparmeðul til að efla jarðar-
gróðurinn og bæta fóðrun búpenings. En flest þeirra
hafa til þessa verið lítið hagnýtt.
Árnar flytja með sjer sí og æ mikið af jurtanærandi
efnum, enda höfum vjer öld eftir öld sjeð sönnur fyrir