Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 64
262
BÚNAÐARRIT
Nei, land vort þarf dugandi og starfsama þjóð, ef alt
á að fara vel. Atvinnuvegirnir þurfa umbóta við, bæði
til lands og sjávar, svo að framþróun geti verið á öll-
um sviðum; það er heillavænlegast. Þvi það er til stuðn-
ings þjóðarheiidinni. Enn er ótalin sú þýðing búnaðar,
að hann veitir þeim er að honum vinna, og mörgum
fleiri, gott viðurværi. En það hefir mikla þýðingu fyrir
hina uppvaxandi kynslóð, svo að hennar likamlegu og
andlegu kraftar geti þroskast á eðlilegan hátt. Sumar
búsafurðir eru taldar.bráðnauðsynlegar, til þess að gefa
hinni uppvaxandi kynslóð nægan þrótt. Þannig höfum
vjer það fyrir satt, að Amerikumenn telji að hver maður
þurfi að meðaltali 1 líter mjólkur á dag, auk annars
matar. Reykvíkingar hafa að meðaltali nú um 3/6
mjólkur fyrir hvern mann.
II. Hverja jrýðingu hefir búnaður vor haf’t?
Búnaðurinn hetir siðan land bygðist og til þessa dags
verið aðal-atvinnuvegur landsmanna. Af búsafuiðum hefir
meginhluti landsrnanna fæðst og klæðst;. Eftir manntals-
skýrslum er talið, að um
1800 hafi 8B°/o landsmanna, eða 40 þúsund
18B0 — 79 °/. )5 — 53
1880 — 73°/o — 52
1910 — B l°/o yi — 43
lifað af búnaði. Tölur þessar sýna, að fleiri og fleiri
hverfa frá búnaðinum til annarar atvinnu, og að nær
jafmnargir lifa nú af búnaði og fyrir öld síðan.
Sje aftur á móti athugað, hve framleiðslan er mikil,
þá hefir hún aukist, þótt þeim fækki, sem að henni
vinna. Aðal-afurðir búanna eru aðallega af búpenings-
stofninum, og eftir honum aukast eða rýrna tekjur
bænda. Sjeu borin saman meðaltöl af 5 ára skeiði, með
25 ára millibili, sjest þetta glögt. Vjer t.ökum eigi stríðs-
árin til samanbuiðar, því það væri óeðlilegt.