Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 113
BÚNAÐARRIT
311
Hann hvað það vera staðreynt að öflun heyja væri
undirstaða landbúnaðarins, eða með öðrum orðum gras-
ræktin. Á sýnfngu þessa hefði nú mest áhersla verið
lögð á að útvega áhöld til jarðræktar og heyskapar og
það væri því þungamiðja sýningarinnar.
Hann sagðist vona að þessi sýning, þó fátækleg væri,
vekti áhuga á búnaðarlegum framförum og menningu
sveitalifsins.
Þá mælti forseti Búnaðarfjelagsins á þessa leið:
Það, að hin fyrsta búsáhaldasýning er opnuð á landi
voru í dag á að vera sem tákn nýrrar framsóknar og
umbóta í búnaðarmálefnum vorum. Það er öllum ljóst
að búnaður vor er, á frumstigi. Prá Landnámsöld til
þessa dags hafa bændur og búalið notfært sér gæði lands-
ins. Smátt og smatt afklætt það (eytt skógunum) svo
það er nú óvistlegra en áður, víða hrjóstrugt og bert
þar sem aður var blómlegt og hlýtt. Vjer megum eigi
halda lengur í þessa átt, vjer verðum að hefjast handa
og klæða landið á ný, svo það verði hiýrra, blómlegra
og betra en það er nú. Ráðið til þess er að yrkja land-
ið. Búsáhaldasýningin er spor í þessa átt. Ef vjer eigum
að yrkja land vort verðum vjer að afla oss reynslu um
hverja, vegi best er að fara, hver búsáhöld og ræktunar-
aðferðir sje best að nota, til þessa þurfum vjer: saman-
burð og tilraunir.
Alstaðar um heim, þar sem jarðyrkja er nokkuð á
veg komin, er ötullega unnið að því að rannsaka alt,
sem að búnaði lýtur, og færa sjer í nyt reynslu og vís-
indi. Vjer höfum til þessa látið oss þetta i Ijettu rúmi
]>Bgja, enda erum vjer orðnir eftirbátar annara þjóða,
t. d. er fyrsta búsáhaldasýning vor 70 árum síðar en
hjá nágrönnum vorum.
Prarntíð þjóðar vorrar, menning og dáð, er komin
undir því, hvort vjer ræktum land vort eða eigi. Til
þessa dags hefir búnaðurinn fætt meginhluta þjóðar