Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 27
BÚNAÐARRIT
225
halda áfram að finna fóðurgildi hinna ýmsu innlendu fóð-
urtegunda og samræmi þeirra innbyrðis og við algengt er-
lent fóður, t. d. mais eða rúgmjöl. Rvínæst byrja hinar
eiginlegu fóðurtilraunir, ýmsar fóðurblandanir í 'nnistöðu
og með beit.
Nefndin álítur sjálfsagt, að búnaðarfjelagið kaupi, rann-
saki og sendi tilraunastöðvunum samskonar og nægilega
mikið aukafóður til tilraunanna, alt á sinn kostnað og
greiði par að auki þeim sem tilraunirnar hafa, sæmileg
ómakslaun.
Iíostnaðurinn er áætlaður þannig:
Fjórar tilraunastöðvar með sauðfje á 500 kr. kr. 2000
Aðaltilraunastöðin, sauðfje 500 kr., kýr 1000 — — 1500
F’órir Guðmundsson: Aðalumsjón ogvinna
á tilraunaskýrslum ....................— — 1000
Alls kr. 4500
2. Einblendingsrœktin.
í franihaldi af ályktun síðasta búnaðarþings er það ein-
róma álit búfjárræktarnefndar að skora enn á ný á fjelags-
stjórnina, að beita sjer fyrir því, að leyfður verði innílutn-
ingur á lifandi sauðfje og gera tilraunir með einblendings-
rækt með enskum kjötsöfnunarhrútum og okkar innlenda
fjárstofni. í þessu skyni álítur nefndin að nægilegt sje, nú
fyrst um sinn, að kaupa tvo enska hrúla og heimila til
þess alt að 2500 kr.
5. Álit frá fóðurbirgðauefud.
Nefndin mælir eindregið með frumvarpi til samþyktar
fyrir eftirlits- og fóðurbirgðafjelög og skorar á fjelagsstjórn-
ina að hlutast til um, að samþykt þessi komist á sem allra
fyrst og víðast. Ennfremur að gefa þeim fóðurbirgðafjelög-
um, sem þegar eru stofnuð og slofnuð verða, hagkvæma
skýrslugerðarfyrirmynd og annað er að bókfærslunni lýtur.
Eins og nú er ástatt, hafa forðagæslu- og eftirlitsmenn
fóðurbirgðafjelaga lítið framkvæmdarvald. Leggur nefndin
því til, að sljórn Búnaðarfjelags íslands beiti sjer fyrir því
að vald þeirra verði aukið með lögum, sjer í lagi á þann