Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 159
BÚNAÐARRIT
357
bæði að þessu leyti o. fl., verið innlendum smiðum til
fyrirmyndar. Meðal annars, sem benda má þar á sjer-
staklega, er samtenging fram- og aftur-sleðans, sem er
bæði traust og hagkvæm.
Heysleði frá Jóni Hannessyni, Deildartungu.
Hann er ætlaður til að draga hey á þurkvöll — úr
votu á þurt og úr þýfl á sljett. — Eru þ-ír meiðar
undir sleðanum tengdir saman með 3 þverslám, ofan
yfir sleðann er strengt botnvörpu-net. Sleðinn er því
mjög Ijettur eftir stærð. Sleði þessi er mesta þing, og
getur mjög viða komið að miklu gagni. En viða mundi
hentara að hafa minni sleða en þessi er.
Heybörur frá Páli Vigfússyni, Melum (nr. 35).
Þetta eru hjólbörur til að aka heyi á þurkvöll, og eru
þannig gerðar, að botninn er úr botnvörpu-neti og fram-
gafl sömuleiðis; hliðar eru engar, nema skástifur frá
framgafli aftur og niður í kjálkana. Hjólið er 14 cm. á
þykt og 40 cm. í þvermál; kjálkalengd frá hjólás og
aftur á enda 1,5 m. — Börurnar eru mjög ljettar og
handhægar, og geta verið hentugar þar, sem flytja þarf
lítið heymagn stuttan spöl, og gætu stundum komið til
greina til fleiri starfa.
IL<eiðriett.iii|sr. í ritgerð um Skurðgröfu Skciða-áveitunn-
ar i síðasta hefti Bún.r. hafa nokkrar villur slæðst með, og or
lesandinn beðinn að færa í stílinn þó seint komi leiðrjettingar
þessar.
Bls. 176, 3. 1. a. o. höndum f. böndum.
— — 17. - - - „og er svo fært á milli", falli burt.
— 180, 16. - - - 50 f. 30.
Auk þessa eru smávegis stafvillur, som góðfús losari færir í
stílinn.