Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 119
BÚNAÐAREIT
317
reyndar, þegar önnur er reynd. Gildir þetta að minsta
kosti fyllilega um þá gerð af „Yiking", sem á sýning-
unni var. En með því að „Viking" fylgdi engin þunn
aukagreiða, þótti jjettara að reyna „Herkules".
Af plógum var all-margt á sýmngunni, bæði brot-
plógar og akurplógar. Tilraunir með plóga var að eins
unt að gera nú á óbrotnu landi, og varð því að sleppa
öllum þeim plógum sem eingöngu verða notaðir í akur-
jörð. — Þess skal þó getið hjer, að meðal þessara plóga
voru litlir þýskir 1 hests plógar, sem Samb. ísl. samv.f.
hafði sent á sýninguna, og sem æskilegt hefði veiið að
geta reynt. Gætu plógar þessir sennilega orðið lijer að
gagni til plæginga í görðum. Þeir eru mjög ijettir og
liðlegir, og auk þess ódýrir. — Af hinuin plógunum,
sem nota má bæði sem brotplóga og akurplóga, valdi
nefndin úr alla þá, sem henni þóttu hentugastir, bæði
að atærð og gerð. Urðu þeir 9 talsins, og sá 10. var
tekinn með utan sýningar, með því hann hefir náð þó
nokkurri útbreiðslu hjer áður. Yið þetta val hafði nefnd-
in það fyrir augum, að nokkurn veginn víst mætti telja,
að þeir plógar, sem skyldir voru eftir, tækju yfirleitt
ekki fram neinum þeirra, er reyndir voru. Þykir því
eigi ástæða til, að geta þeirra hjer, enda verður hjer
yfirleitt fylgt þeirri reglu, að auk þoirra verkfæra, sem
reynd voru, verður að eins getið þeirra, er likleg þykja
til að verða notuð hjer, eða geta komið hjer alnrent að
notum. Hmum þykir auðsætt að rjett sje að sleppa að
lýsa hjer eða minnast á. Ber að sjálfsögðu ekki að skoða
það sem neinn áfellisdóm, frá nefndarinnar halfu, um
þessi verkfæri, þar eð þeim er slept einungis af þeirri
ástæðu, að nefndin telur litlar iíkur til, að þau veiði
notuð hjer að svo stöddu svo nokkru nemi.