Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 50
BÚNAÐARRIT
Búnaðarmálafundir.
Á meðan á búsáhaldasýningunni stóð, voru haldnir
fundir á hverju kvöldi, til að ræða ýms búnaðarmál.
Fundir þessir voru vel sóttir, upp undir 300 manns
sum kvöldin, enda margir snjallir fyrirlestrar fluttir og
oft fjörugar umræður á eftir.
Slíkir fundir eru alltiðir erlendis, en hjer hefir að eins
einn búnaðarmálafundur verið haldinn áður, og var hann
haldinn að tilhlutun Búnaðarfjelags íslands í ágúst 1912.
Hjer birtast nú fundargerðir frá fundum þessum, þeim
til fróðleiks, er ekki gátu sótt fundina, en hjer er ekki
rúm nema fyrir fáa af fyrirlestrunum, sem þá koma í
næstu heftum Búnaðarritsins.
1. fundur.
Hann hófst 27. júní 1921 kl. 81/* síðd. í Báruhúsinu
í Reykjavík.
Forseti Búnaðarfjelags íslands gat þess, að það væri
stjórn Búnaðarfjelagsins, sem gengist fyrir fundi þessum,
og fleirum, er haldnir yrðu í sambandi við búsáhalda-
sýninguna, og að tilgangur þeirra væri að fjalla um
ýms búnaðarmálefni. Gekst hann því næst fyrir kosn-
ingu fundarstjóra, og var Jósef J. Björnsson, kennari á
Hólum, kosinn með öllum greiddum atkvæðum.
Því næst nefndi fundarstjóri Þórir Guðmundsson og
Magnús Jónatansson fyrir skrifara, og gaf síðan forseta
Búnaðarfjelagsins orðið.