Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 28
BtiNAÐARRIT
226
hátt, að þeir í samráði víð sveitastjóra megi útvega fóður
handa þeim, sem sýnilega eru að þrotum komnir, en sjáltir
ekki megnugir eða gera neitt til þess að bjarga skeþnum
sinum, og að skepnur þeirra standi að veði fyrir andvirði
fóðursins og öðrum kostnaði.
Nefndin leggur mjög mikla áherslu á, að sem allra fyrst
verði gerð ýtarleg rannsókn á innlendum fóðurefnum, sjer-
staklega allskonar sjávargróðri, og á hvern hátt best sje
að hagnýta sjer hinn mikla fóðurforða, sem árlega rekur á
land við strendur landsins. Nefndin hugsar sjer helst þá
leið, að taka, hreinsa, þurka og mala þarabunkana og gera
úr þeim fóðurmjöl, sem geti orðið til almennra nota.
Það má og óhætt fullyrða, að verkað sildarmjöl jafnist
fullkomlega á við hvert annað erlent fóður af svipaðri
efnasamsetning, og mjög miklar likur eru fyrir því, að
sildarmjöl sje einmitt sú fóðurtegund, sem islenskir bænd-
ur þarfnast framar öllu öðru, sjerstaklega með beit og Ije-
legu heyi. Hjer á landi hagar nú sjerlega vel til með fram-
leiðslu á slíku fóðri, og virðist því gersamlega ónauðsyn-
legt að kaupa og flytja inn fóður, sem síldarmjöl getur
jafnast á við. Það er því tillaga nefndarinnar að skora á
stjórn Búnaðarfjelags íslands og Samband íslenskra sam-
vinnufjelaga, að gangast fyrir því að keypt verði eða stofn-
uð síldarmjölsverksmiðja hjer á landi, og að útvegaðir
verði hæfir menn til þess að veita henni forslöðu.
Til þess að standast þann kostnað, sem af þessu fyrir-
tæki mundi leiða, vill nefndin benda á Bjargráðasjóð ís-
lands. En til þess að hægt sje að nota þann sjóð á þennan
hátt verður að breyta lögum hans, og leggur nefndin því
til, að stjórn Búnaðarfjelags íslands gangist fyrir því, að
slíkar breytingar verði gerðar á næsta þingi.
En þar sem búast má við að sjóður þessi hrökkvi ekki
til slíkra framkvæmda, leggur ncfndin til að tekið verði
lán með ábyrgð og styrk úr ríkissjóði.
6. Tillugnr jarðræktarnefndar.
Nefndin hefir komið sjer saman um að mæla með að
Búnaðarþingið samþykki eftirfarandi atriði: