Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 56
254
BÖNAÐARRIT
Qudmundur Hannesson, prófessor, talaði um
Byggingar á sveitabæjum.
Gat fyrirlesari fyrst um nauðsyn góðra húsakynna,
bæði frá hagfræðilegu og heilsufræðilegu sjónarmiði.
Ennfremur gat hann þess, hve heillavænleg áhrif góð
húsakynni hefðu á hugsunarhátt þjóðarinnar og ykju
álit hennar út á við,
Næst gaf prófessorinn ýmsar ráðleggingar og leiðbein-
ingar um heppilegt skipulag sveitabæja, og vísaði þar í
rit sitt um það efni.
Þá gat hann um útlendan byggingarstýl, í sambandi
við byggingar heima á íslandi. Mintist hann þá sjerstak-
lega á hlý og rakalaus steinhús, og hvernig byggja
mætti þau á sem einfaldastan og ódýrastan hátt. — í
sambandi við þetta gat hann um rit, sem hann væri að
gefa út um þetta efni.
Fór hann nokkrum orðum um toríveggina íslensku.
Taldi hann þá góða með ýmsum umbótum, sem auð-
velt yrði að framkvæma. Mintist hann ennfremur á litla
endingu sveitabæjanna íslensku, og taldi að helst mundi
úr þessu bætt með þegnskyldu eða sýsluvinnu, og tal-
aði um íramkvæmdir og fyrirkomulag þessa máls hjer
á landi. Taldi hann að á 25 árum mundi með þessari
aðferð vera hægn að byggja upp allflesta íslenska sveita-
bæi, og gætu þá íslendingar gefið öðrum þjóðum fagurt
og áður óheyrt fordæmi, en sjálfir flutst langt fram á
framfarabrautinni.
Fundarstjóri þakkaði fyrirlesturinn, og gaf síðan næsta
fyrirlesara orðið.
Einar J. Heynis, framkvæmdarstjóri, talaði um
Kæktnnarfjelag Norðnrlands.
Gat hann fyrst um hreyfingu þá, sem varð til þess,
að Ræktunarfjelagið var stofnað, og laa síðan upp stefnu-