Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 48
246
BÚNAÐARRIT
neðri hæð verkfærahúss Gróðrarstöðvarinnar er með hægu
móti hægt að breyta i ibúð. Loftið og kjallarann má þá
nota áfram til verkfærageymslu, og að auki yrði að byggja
skúr við suöurenda hússins. Jeg hefi fengið Finn Thor-
lacius trjesmiðameistara til að gera kostnaðaráætlun um
þessa breytingu, og gerir hann ráð fyrir að breytingin
á húsinu kosti kr. 10.500, en skúrinn kr. 2800. Segir hann
það riflega ílagt, og muni kostnaður ekki fara fram úr því.
Kostnaðaráætlun fylgir hjer með.
En hvernig á að fá fjeð? Eins og nú árar mun Búnaðar-
fjelagiö ekki geta lagt fram þetta fje, þó ekki sje hjer um
eyðslufje að ræða. En sú leið cr auðfarin, að Búnaðar-
fjelagið taki lán eða ábyrgist lán, tif þessa fyrirtækis.
Mundi þá vera heppilegt, að garðyrkjumaður greiði vexti
af láninu í húsaleigu, en Búnaðarfjelagið afborgun, og
eignist þannig húsið smátt og smátt.
Er það því málaleitan mín til háttv. Búnaðarþings, að
þaö sjái mjer fyrir bústað í Gróðrarstöðinni á framan-
greindan hátt. Virðingarf.
Ragnar Asgeirsson.
21. Frá fjárhagsnefnd.
Fjárliagsnefnd hefir borist erindi frá Ragnari Ásgeirs-
syni, garðyrkjuráðunaut fjelagsins, og tylgir það hjer með.
Nefndin telur fulla nauðsyn á því, að sinna þessu erindi,
og leggur til að Búnaðarþingiö samþykki eftirfarandi tillögu:
»Búnaðarþingið felur stjórn Búnaðarfjelagsins að
taka lán, til þess að koma i framkvæmd á þessu ári
hinni umræddu breytingu á verkfærahúsi fjelagsins í
Gróðrarstöðinni, samkvæmt þeirri teikningu og áætlun
sem gerð hefir verið, og byggingu á álíka stórum skúr
við verkfærahúsið til verkfærageymslu. Skal fjelags-
stjórninni heimilt, ef þörf krefur, að setja að veði
fyrir húsinu svo mikið af bankavaxtabrjefum fjetags-
ins sem þörf er á. — Búnaðarþingið telur sanngjarnt
að garðyrkjuráðunauturinn fái íbúðina ineð þeim
kjörum, sem hann talar um i brjefi sínu«.