Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 104
302
BÚNAÐAKRIT
Kýfa lieyið. í hvert skifti og hætt er við að láta í gryfj-
UDa, þarf að lcýfa heyið vel upp í miðjunni.
Sígur heyið þá út og niður að veggjunum og þrýstir að
þeim. Annars myndast, skál i miðjunni. Sígur þá frá
veggjunum, loft kemst að og heyið skemmist. Blauta há og
töðu má troða of-fast saman, t. d. með stórgrip; það
hitnar þá ekki nóg í henni, hún skemmist og verður súr.
Fargicl. Sjeu gryfjurnar vel djúpar, 4 m. og meira,
fergir heyið sig að mestu sjálft. Þarf þá lítið
farg, einkum ef heyið er vel troðið og blautt. Ameriku-
menn hafa ekkert farg ofan á sínum 20—40 metra háu
votheysgryfjum. Hella þeir oft vatni yflr efsta lagið, það
rotnar og myndar loftþjetta skán, sem ver neðri lögin.
Stundum byrja þeir strax að taka af heyinu og kemur
það þá ekki til greina. Hjer á landi þori jeg ekki að
ráða til slíks, 'meðan votheysgerðin er í bernsku sinni.
Betra tel jeg að hafa fargið of mikið en of lítið og fergja
strax og búið er að ganga frá heyinu til fullnustu, og
45° hiti er kominn eða meiri. Því grynnri sem gryfjan
er, heyið þurara og grófgerðara, því meira farg. Hjer á
Hvanneyri eru gryfjurnar um 4 m. á dýpt. Höfum við
venjulega 1—2 hnullungslög ofan á heyinu, eða um 100
(50 kg.) á ferfeti. Látum við grjótið fyrst og mest út
við veggi og lofum heyinu að síga vel áður en látið er
á miðjuna. — Sumir tyrfa undir grjótið og telja gott.
Höfum við alúrei gert; það. Mun tæplega ástæða til að
tyrfa nema þá út við veggina.
Þegar heyið er fullsigið og farið er að kólna aftur í
því, má taka alt fargið ofan af litlum gryfjum, ef dag-
lega eða minst tvisvar i viku er tekið ofan af heyinu.
Þó er ráðlegra að taka ekki alt fargið af í einu, einkum
ef lítið er geflð fyrst í stað, meðan skepnur eru að venj-
ast því, eða hross og sauðfje ekki komið á hey.