Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 137
BUNAÐARRIT
335
Fjaðraherfið vann furðanlega vel. Það er, svo sem
•vænta niátti, miklu seinvirkara en spaða- og diskherfið,
•en það er ijett í drætt.i og liðlegt í snúningum á smá-
reitum. Gæti það viða komið að góðu liði, þar sem um
lítið land er að ræða. Herfið er ódýrt, og hentar yfir-
leitt vel, þar sem verkefni er of lítið fyrir dýrari og
etærri herfi, svo sem spaða- eða diskherfi.
Forardælur.
Samband ísl. samvinnufjel. hafði á sýningunni forar-
-dælur í mismunandi stærðum. Dælur þessar voru.reynd-
ar við að dæla vatni. Reyndust þær Ijettar i notkun og
■fljótvirkar, og ekkert við geið þeirra að athuga. En efn-
ið í dælupípunum — galvaniseruð járnþynna — er al-
veg ótækt, mundi ryðga sundur á stuttum tíma og ónýt-
a,st. — Samtímis þessum forardælum var reynd forar-
ausa Ágústs Helgasonar frá Birtingaholti; reyndist hún
álíka fljótvirk og dæla með 125 cm. pípuvídd, en stirð-
virkari að mun. Mun hún og vera talsvert dýrari en
•dæla sem er henni jafn afkastamikil.
Sláttuvjelar.
Á sýningunni voru alls 7 tegundir sláttuvjela, þar af
•ein i tveim stærðum. Hafa þessar vjelar allar sjest hjer
áður, nema tvær, þær „Lanz Wery“ og „Herba“. —
„Walter Wood“ mun hafa verið fyrsta sláttuvjelin sem
hingað fluttist, en engri útbreiðslu hefir hún náð hjer.
„Herkules" hefir verið notuð hjer á nokkrum stöðum
all-lengi. „Mihvaukee" hefir flutst hingað dálítið síðustu
'2 árin.
Þær sláttuvjelar, sem hingað til hafa náð mestri út-
breiðslu hjer („Deering" og „Mc. Cormick") voru ekki á
sýningunni, og mun marga hafa furðað á því. Hefði það
og verið æskilegra að þessar vjelar hefðu getað orðiii