Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 86
BÚXAÐAKRÍT
284
ig' ijet hann raig fá kynningarbrjef til hestaeigenda í
Glasgow.
. ; í Glasgow sá jeg nokkra þessara hesta, og tvo sá jeg
vinna, annan mej met 3,03 á enska milu (— met 1.54
á km.) og hinn með met 2,46 á enska milu (= met
1,43 á km.). Þessir hestar voru báðir íslenskir einblend-
jngar, —. Brokkhestum í Bretlandi er skift i 3 flokka.
i. flokkur' og 2. flokkur eru hestar, sem eru hærri en
13 „hands“ (— 4 þuml.). í 3. flokki eru smáhestar,
sepr. erý 13 „hands“ eða minna að hæð. — íslenskir
hestar og einblendingar hafa bestu smáhesta-met í Bret-
jandi.
.. Jeg benti hestaeigendum, sem jeg talaði við, á það,
að sölu íslensku hestanna til útlanda væri þannig háttað,
að mest verð fengist, fyrir stóru hestana, og að ekki sje
tekið tillit til reiðhests-hæflleika. Það fengist því ekki
meira verð fyrir besta skeiðhest heldur en venjulegan
áburðarhest af sömu stærð, og þess vegna væru reið-
hestar aldrei seldir út úr landinu, og bestu hestarnir
hlytu þvi.að vera á íslandi. — Þeir höfðu mikinn áhuga
á að fá góðar hryssur, og mjer finst að íslendingar
ættu ekki síður að hafa áhuga á að bæta hestakyn sitt.
Þessir, skosku hestaræktarmenn, sem jeg talaði við,
töluðu, urp, að það kostaði þá mikið að æfa „train*
og temja ísjensku hestana, þvi þeir fengju þá alveg
ótamda, og einnig þyrftu þeir langan tíma til þess að
venja sig við loftslagið. Þeir vildu því gjarnan fá hest-
,ana vel tamda, en þá verða þeir að vera fastir á skeið-
inu, og helst ekki ganga annan gang en skeið. Bretar
no.ta: týgi .sem varna því, að hesturinn geti farið á öðr-
um . gangi en skeiði. Það er gjörð, sem tengir saman
hægri fætur og vinstri fætur, og liggur yfir lærið og
fram fyrir bóginn. Hestinum dettur því aldrei í hug að
breyta um gang, þegar hann er orðinn vanur við t.ýgin
(= ganghömlur, á ensku „hobbles“). Það mun því hverj-
Um Ijóst, að það er hægra að temja skeiðhest en brokk-