Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 112
310
BÚNAÐAJIRIT
11) Lant. ■ Hliðarnar lagðar blágrýti og blómum plantað
í milli.
12) Nýbrot. Þar var sáð höfrum og byggi og borinn á.
tilbúinn áburður, spratt það vel í sumar.
Þannig var sýningunni fyrirkomið í aðal-dráttunum.
Sýningarsvæðið var skreytt fánum þeirra þjóða er sendu
muni á sýninguna.
Sýningin var opnuð 27. júní kl. 2 e. h. Ræðu-
stóll hafði verið reistur við miðvegginn miðjan. All fjöl-
ment var þá á sýningarsvæðinu (um 500 manns) voru
margir þeirra boðnir. Pjetur Jónsson ráðherra opnaði
sýninguna. Aðalefni ræðu hans var þetta:
Hann mintist sagnarinnar í Landnámu um Hrafna-
Flóka þá er hann kom fyrst til íslands og dvaldi í Yatns-
firði við Beruíjörð; þar segir svo: „Þá var fjörðrinn fullr
af veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyj-
anna, ok dó alt kvikfé þeira um vetrinn".
Hjer hafl komið íram fyrirboði um það tvent: að landbún-
aðurinn er aðal-atvinnuvegur landsmanna, sem fram und-
ir þetta hefir borið uppi líf og menningu þjóðarinnar; og að
hann aftur á móti stóð og fjell með því, að menn gáðu þess,
að afla heyjanna eða hafa nægilegt fóður. Yfirsjónin, sem
henti Flóka, hefir mjög hnekt búnaðinum til þessa dags.
Hann mintist á það, að þessi fyrsta búnaðarsýning
hér á landi yrði ekki þess umkomin að sýna myndir úr
okkar búnaðarsögu, enda væri það aðallega hlutverk
Þjóðmenjasafnsins. Eigi heldur hefði því verið viðkomið
að hafa hér sýnishorn af framleiðsluvörum landsmanna,
hvorki búpeningi né afuiðum. Landssýning á búpeningi
væri óframkvæmanleg í járnbrautarlausu landi, ef að
verulegu gagni ætti að koma. Ilér væri því einungis að
ræða um áhaldasýningu fyrir landbúnaðinn og mundi
form. Búnaðarfél., sem einkum hefði komið þessari sýn-
ingu á, gera nánari grein fyrir því.