Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 134
332
BÚNAÐARRIT
beinlínis þörf á því. Verkfæri þessi eru einföld og óbrot-
in, en um almenna notkun þeirra varla að ræða bjer
að sinni. Eru ýms þeirra hjer nokkuð kunn áður, þar
sem á annað botð er farið að nota slík herfi, og enn-
fremur má líta á það, að vjer getum í vali slíkra herfa
miklu fremur beint notfært oss erlenda reynslu, heldur
en með herfl, sem nota skal á nýplægju. — Mosaherfi
eru ekki miklar líkur til að verði notuð hjer til muna
að sinni, þau mætti helst nota sem ávinnsluherfi, en til
ávinnslu nota menn nú all-víða miklu ódýrari herfi heima-
gerð, með góðum árangri, og verður að teija það rjetta
stefnu.
Eins og áður er tekið fram, var ekki um margt að
velja á sýningunni, af hetfum, sem væru likleg til góðra
nota á nýplægju. Verður þar varla annað talið en spaða-
herfið finnska, sem nokkuð er þekt hjer áður. Diskherfi
átti að vera á sýningunni, samkvæmt sýningarskránni,
en kom ekki.
Verkefni til samanburðar-tilrauna var því næsta lítið.
Rjettara þótti samt að gera dalitla tilraun, og var í því
skyni fengið diskherfi að láni, utan sýningar. Þá voru
og tekin með til uppfyllingar acme-herfi, fjaðraherfl og
tindaherfi með slóða.
Tilraun sú, sem gerð var, fór fram á sama reit og
plógarnir höfðu verið reyndir á. Öll herfin voru reynd
með 2 hestum fyrir. Spaðaherfið og diskherfið eru hvort
um sig of þung fyrir 2 hesta, til þess að gera fult gagn,
ef herfa skal nokkað til muna. En nú var ekki í svip-
inn kostur fleiri hesta, varð því til þess að of-þreyta eigi
hestana að láta nægja eina umferð fram og aftur með
hverju herfi.
Þess má geta, að hestarnir voru vel vanir, röskir plóg-
hestar.
Dráttarþungi herfanna sjest af eftirfarandi skýrslu.