Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 118
316
BÚNAÐARRIT
að fullu tilraunum með sláttuvjelar. Yaldir voru úr og
teknir frá plógar þeir, sem reyna skyldi; byrjað var á
t.ilraunum með rakstrarvjelar og snúningsvjelar, en þeim
ekki lokið. — Var þá Metúsalem Stefánsson ráðunautur
skipaður í nefndina í stað Halldórs, og starfaði hann í
nefndinni þangað til störfum var lokið. — Enn einn
nefndarmanna, Eggert V. Briem, gat sökum veikinda
ekki tekið þátt i störfum siðustu dagana.
Verkfæri þau og vjelar, sem nefndinni var ætlað til
umsagnar, skiftast í sýningarskránni í 3 flokka, eftir því
hvoit þau eru ætluð til jaiðyrkju, heyvinnu eða flutn-
inga. Hjer verður þessari flokkun ekki fylgt, heldur
skýrt fyrst frá handverkfærum og smærri áhöldum, sem
lítt eða ekki hafa verið gerðar tilraunir með, og siðan
hinum st.ærri verkfærum og vjelum, sem flest hefir verið
reynt. meir eða minna. Verður þá jafnframt skýrt frá
samanburðar-tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið, og
árangri þeirra.
Tilraununum var stjórnað af hr. docent Anton Chris-
tensen frá Landbúnaðarháskólanum i Kaupmannahöfn.
Á nefndin honum að þakka margar góðar leiðbeiningar
og ágæta samvinnu.
Rjett þykir að taka það fram nú þegar, að ekki voru
öll hin stærri veikfæri og vjelar, sem heyrðu undir verk-
svið nefndarinnar, tekin til tilraunanna, gildir þetta
sjerstaklega um sláttuvjelar og plóga, og skulu hjer
taldar ástæður fyrir þessu.
Tvær sláttuvjelar voru ekki reyndar. Önnur þeirra,
„Walter Wood“, vegna þess, að af þessum vjelum voru
tvær á sýningunni af sömu gerð, en mismunandi stærð,
varð sú minni fyrir valinu, og þótti þá óþarft að reyna
hina. — Sláttuvjelin „Viking" var heldur ekki reynd,
til þess liggja þær ástæður, að „Víking" og „Herkules
eru svo afar-líkar vjelar, að segja má að þá sjeu báðar