Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 37
BTJNAÐ ARRIT
235
svq á, að pessi leiðbeining og æHng ætti að eiga
sjer stað í þeim sýslum landsins, þar sem ekki eru
sýslubúfræðingar. Pað mætti t. d. hugsa sjer pá leið,
að Búnaðarsamböndin útveguðu efnilega menn til
pess að vera með áveitufræðingnum, njóta leiðbein-
inga hans og vera honum til aðstoðar, í líkingu við
sýslubúfræðingana.
Nefndin ályktar pví að mæla með:
a. Að Búnaðarpingið óski pess, að áveitufræðingurinn
geli fengið tækifæri til að leiðbeina sýslubúfræðing-
um og par til völdum mönnum frá Búnaðarsam-
böndunum í mælingum, og að pessum mönnum sje
svo ætlað að verða aðstoðarmenn hans við mæling-
ar á pví svæði, er verkahringur peirra nær yfir, og
geti unnið sjáifstætt að smærri mælingum.
b. Nefndin er áveitufræðingnum sammála um styrk-
veitingar til ávcitumála og um tillögur hans um
borgun pá, er hann ætlast til að bændur greiði fyrir
mælingar, sem fyrir pá eru gerðar.
Mælir nefndin pess vegna með pvi, að sú stefna
sje tekin, sem áveitufræðingurinn bendir til um bæði
pessi atriði.
c. Nefndin telur efnagreiningar pær, sem áveitufræð-
ingurinn talar um, afar áriðandi. Pað er skoðun
nefndarinnar, eins og pegar er komið fram í áliti
hennar um tillögur forstjóra fóðurræktartilrauna,
að á fáu eða engu sje tilfinnanlegri skortur fyrir ís-
lenskar búnaðarl'ramfarir en skorturinn á efnarann-
sóknum.
Pess vegna mælir nefndin með pví að Búnaðar-
pingið sampykki, að hiklaust sje stefnt að pví að fá
nauðsynlegar cfnagreiningar framkvæmdar.
6. Jarðræktarnefndinni hefir borist erindi frá Halldóri
Vilhjálmssyni, er hjer með fylgir. í erindi pessu er
tekið frarn, að æskilegt væri, ef samvinna gæti tekist
með Búnaðarfjelagi íslands og Sambandi islcnskra sam-
vinnufjelaga um að launa verkfróðan mann.
Nefndin er sammála erindi pessu að pví leyti, aö
hún telur æskilegt að samvinna sú tækist, sem par er