Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
991
f’annig leiö þetta sumar og veturinn eftir. MeÖ nýju
vori komu ný gleöiefni hjá mjer, þegar litlu kvistirnir
mínir fóru að breiða út indælu grænu blómin hvert af
öðru og blómkollarnir að gægjast úr moldinni. Alt þetta
færði mjer nýtt líf og fjör á hverjum morgni. En nú
sá jeg að herbergið þeirra var alt of ljelegt og þurfti
nýja umböt. Það sama sumar voru rifnar hjer tvær
kirkjur og haldið uppboð á timburrusli úr þeim. Keypti
jeg þar hentugt girðingarefni, grindverk, sem aðskildi kór
og framkirkju. Gat jeg nú með þessu trygt framtíð
þeirra. Yar nú garðurinn litli loksins orðinn nógu snotur..
Eóru ýmsir, er á ferð voru, að veita honum eftirtekt;.
að minsta kosti að hugsa sem svo: hvað er nú annars
þarna, sem svo vandlega er girt?
Svo liðu nú mörg ár, að jeg hugsaði um garðinn
minn og teigaði ánægju úr honum. Nú voru plönturnar
orðnar að laglegum hríslum, sem var orðið alt of þröngt
um, því að á þessu tímabili hafði jeg fengið mjer rips-
við og varð hann fljótt heimtufrekur. Fann jeg nú brýna
þörf til að færa út kvíarnar. Var það þrautin þyngri,
því að alt slíkt þótti fjöldanum óþörf aukageta. Þó
varð það úr að jeg gat stækkað hann til helminga..
Fanst mjer nú jeg myndi alt af gera mig ánægða með
þetta. En ekki voru mörg ár liðin áður en jeg fann
sömu kend hreyfa sjer í brjósti mínu, að enn væri alt
•orðið of þjett, því eftir að trjen fóru að bera fullþrosk-
aða ávexti, fór jeg að leita að nýjum plöntum, sem jeg
'faDn loks eftir nákvæma leit, bæði reyn og björk, víðir
og rips. Alt var nú krökt af þessu. Varð jeg þá víst
eins glöð eins og sá maður, sem lengi hefir leitað að
guJli og loks fundið. En þó varð önnur útkoman hjá
mjer en gullfundarmanninum, því nú átti jeg nóg börn,
en ekki brauð handa þeim, en hann nóg efni fyrir brauð;
en máske engin börn. Tók jeg nú það ráð, að fyrir ut-»
an garðinn tók jeg ofurlítinn blett, girti hann með.helln
úm, þannig, að jeg reisti þær á rönd. og myndaði