Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 40
238
BÚNAÐARRIT
mjer siðan jeg byrjaði þær. Hann er nú kominn talsvert
inn í pessar mælingar, og ætlast jeg til að hann geti feng-
ist við mæiingar einn sins liðs, er fram i sækir, og þá leið-
beint öðrum, þar sem þess gerist þörí. Starí'ið breyttist þá
þannig, að hann gæti verið við mælingar fyrir sig, en jeg
þá búinn að æfa svo raarga rnenn út um landið, að jeg
gæti gripið til þeirra á víxl á mælingaferðum minum, en
það er ómögulegt l'yrir mig með þeim tækjum og útbún-
ingi, sem jeg hefi við mælingarnar að vinna einn.
Til þess að auðveldara verði að standast kostnað þann,
er af mælingunum leiðir, þá hygg jeg rjettustu leiðina að
bændur borgi fyrir mælingarnar eftir vissum taxta, sem
fjelagsstjórnin setur, og sje borgunin aðallega miðuð við
landsstærð þá, sem aðgerðanna nýtur, og innheimtist hún
þannig, að skilgreining mælinganna eða uppdrættir verði
sendir með póstkröfu eða reikningur fylgi.
Til þess að nokkuð verulegt geli orðið úr rannsóknum
á áveituskiljmðum landsins, þá hugsa jeg mjer að leitast
við að láta þenna fasta aðstoðarmann minn, sem og sýslu-
búfræðingana, fást sem mest við mælingarnar, en reyna
sjálfur að fá sem best yfirlit yfir landið og verk þau, sem
unnin verða. En það kemur því að eins að notum, að
greiðlega sje hægt að fá gerðar efnagreiningar, sem nauð-
synlegar eru, til þess að ábyggilcg þekking fáist á náttúru
landsins. Jeg vona að liáttvirt jarðræktarnefnd leggi hina
mestu áherslu á, að það verði gerð gangskör aö því, að
Búnaðarfjelagið hafi einhver ráð með, að hægt verði að
efnagreina það, sem að berst. Nú sem stendur eru það
mjög lilfinnanleg vandrœði, ef ekki óhœfa, að fjelagið skuli
hafa eins marga menn eins og það hefir i sinni þjónustu,
en lítil sem engin tök á þvi, að fá gerðar nauðsynlegar
efnagreiningar, sem altaf hljóta að liggja fyrir hjá öllum
starfandi mönnum í jafn órannsökuðu landi og voru. Nú
sem stendur er það ekki nema með löngum tíma, og oft
með miklum eftirgangsmunum að hægt er að fá efnagrein-
ingar gerðar — enda það ekki ncma eðlilegt, meðan einn
einasti maður við rannsóknastofuna verður að sinna því,
sem að berst úr öllum áttum. Hvað snertir starf mitt, þá
þá er jeg hættur að reyna að fá nokkuð efnagreint, meðan