Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 145
BUNAÐARRIT
343
slegið var, og heflr það sennilega valdið nokkru meiri.
dráttarþunga en annars mundi verið hafa.
Ökuhraðinn sjest ekki á skýrslunni, en um hann næg-
ir að geta þess, að ekið var jafnan hægan klyfjagang,
en vitanlega var þó hraðinn ekki ávalt nákvæmlega jafn,
og gætir þess senniiega nokkuð svipað fyrir vjelarnar
allar.
Að eins 3 af vjelunum höfðu þjettflngraða greiðu
með þunnum flngrum, voru það þær „Delma“, „Her--
kules“ og „Milwaukee". Hinar höfðu að eins venjulegar.
gisfingraðar greiður.
Æskilegt hefði verið, að geta einnig reynt vjelarnar á.-.
útengi og helst á mismunandi landi, bæði að greiðfæruu
og grasvexti. Kemur þá ýmislegt til greina, sem lítt..
eða ekki verður vart við á túni. En slikrar roynslu var
nú ekki kostur. Verður því álit nefndarinnar um not-
hæfl og vinnu vjelanna, að mestu bygt á því, er fram
kom við tilraunirnar og athuganir nefndarinnar í sam-
bandi við þær, en þó með hliðsjón af því, er ætla má .
að taka þuifi tillit til við notkun þeirra á ýmiskonar
útengi. Ma þar til nefna lyfting greiðunnar — hve hátt
má lyfta — sem legeja verður mikla áherslu á. Hjóla-
hæð, hjólgjarðarbreidd, verkanir ljáleggjarans, og áhrif
þau sem hægt er að hafa á það, hve greiðan liggur
þungt eða Ijett á rót o. s. frv.
Þá heflr nefndin reynt að gera sjer sem nákvæmasta
grein fyrir traustleika vjelanna í heild sinni, og líkum
fyrir því, hvernig binir einstöku hlutar mundu þola slit.
Til skýrara yfirlits skulu hjer talin þau höfuðatriði,
sem nefndin leggur til grundvallar fyrir áliti sínu um
vjelar þessar, en þau eru:
1. Sláttugæði.
2. Ljettleiki í drætti.
3. Lyfting á greiðu (hve hátt má lyfta).
4. Hvernig vjelin er í stjórn yfir höfuð.