Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 122
320
BÚNAÐAREIT
Stunguspaðar. Spaðar þossir eru Ijettir og liðlegir.
Sjerkennilegt við blöðin á spöðum og skóflum írá þess-
ari verksmiðju er það, að spangirnar eru festar við
blaðið með koparnöglum, og eru hnoðin sljett. Af þessu
leiðir að siður festist inold á blaðinu, og það gengur
betur i. Þessi negling mun og Ut af fyrir sig sæmilega
traust, en blöðin sjalf eru fremur veik, mættu vera
þykkari. — Efni í sköftunum er misjafnt, beyki í sum-
um þeirra, en það er ótraustara en ask, og dregur
meira í sig vatn. — Járnspangir í handföngum eru
ótraustar, bogna við ljet.t átak. — Hersla á blöðum
fremur góð.
Stungukvfalar. Ein af þessum kvíslum er sjerstaklega
traust og góð, spangirnar sem ganga upp á skaftið, eru
slegnar fram úr sjáifu blaðinu.
Mykjukvísl, með ferstrendum álmum, 4-áImuð, sterk,
handfang traust.
Heylcvíslar, álmurnar full-bognar, áfesting á skaftið
ekki traust.
H. Raffel (Danm., nr. 14).
Heykvísl, 2-álmuð, almenn, vel löguð, traust og vel
stilt, en áfesting á skaftið ótraust.
Stöl'pabor. Bor þessi er ætlaður til þess að grafa holur
fyrir girðingastólpa, og er í sjálfu sjer þarflegt áhald.
Borinn gekk sæmilega vel í, en slepti moldinni illa. Er
auk þess fremur ótraustur.
____C. Höepfner (Dansk Staalindustrie, nr. 5).
Heykvíslar. Góðar kvíslar, áíesting á skaftið vel traust,.
Gott efni. Yandað smiði.
P. Mountford & Co., Stourbridge (England, nr. 2).
Stungukvísl, 4-áImuð, venjuleg stærð, traust kvísl og
vel smíðuð.
Heykvísl, 2-álmuð,álmurnar vel lagaðar,sterk kvísl og góð.