Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 105
BUNAÐAllRIT
303
Hirða Sjeu rekjur út við veggi, sem ekki þarf að
rekjnr vera, er áríðandi að taka þær jafnóðum, en
jafnóðnin. iáta þær ekki safnast fyrir. Hross og sauðfje
jeta alt, sem stráheilt er, og hefi jeg aldrei
vitað þeim verða meint af. Soltin hross geta auðvitað
hæglega of-jelið sig, og fengið hrossasótt, einkum ef þau
komast í vel verkað háarvothey.
í 12 ár hefir verið búið til vothey á hverju sumri,
meira og minna, hjer á Hvanneyri eða samtals jafngildi
5200 þurrabandshesta. Hefir það verið gefið öllum skepn-
um á öllum a?dri. Við höfum nú í marga vetur t. d.
gefið kúnum að staðaldri 10 —15 kg. á dag. Er það
meir en hálf gjöf handa geldum kúm og lágmjólka.
Miimi Yandætnar kýr jeta utantúns-slægjur og hálf-
TMidætul. grös mikið betur í votheyi en þurheyi. —
Siðan við bættum við gryfjum hefir sauðfjeð
símuleiðis mikínn hluta vetrar fengið um hálfa gjöf í
votheyi eða 1 —1,5 kg. á dag. Virðist það mjög hæfilegt
að gefa skepnunni í kringum hálfa gjöf í votheyi, en
hinri helmingurinn sje þurhey, eða þá beit. Mun rjettast
að gefa sem jafnast af votheyinu en spara þurheyið,
sem oftast er dýrara, þá beitt er.
Sje mjög mikið gefið aí votheyinu vilja fjárhús of-
blotna. Er það einhver helsti ókosturinn við votheyið.
En þá er að beita vel og viðra húsin. Hross hafa þrifist
hjer prýðilega á tómu votheyi með beit. — T. d. hey-
sjúk hross. Sjálfsagt er að venja ungviðin strax við vot-
heyið. Vothey er gott handa hænsnum og svínum. Saxa
heyið sundur og blanda því saman vlð mysu eða mjólk
(mais, siidarmjöl).
Reynsla okkar hér á Hvanneyri er orðin svo mikil
°g góð, að jeg tel það skyldu mína að ráðleggja öllum,
sem grasnyt hafa, að búa til vothey úr nokkrum hluta
af heyfeng sínum. Getur það verið mismunandi eftir á-