Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 123
BÚNAÐARRIT
321
Kr. Ó. Skagfjörð, Reykjavik (nr. 31).
All-fjölbreytt aafn verkfæra, þar á meðal:
Stunguspaðar. — Rœsaspaður. — Sköftin ágæt, spað-
arnir traustir mjög og piýðisvel smíðaðir, en eru helst
of þungir; blöðin mættu vera þynnri og meira hert.
MyJcjukvísl, 4-álmuð, álmurnar hálf-sívalar. Mjög lið-
leg kvísl, vandað smíði.
Veýaskóflur. Tvær tegundir. Vill nefndin sjerstaklega
vekja athygli á annari. Blöðin á þeim skóflum eru ekki
„völsuð", heldur slegin. Sköftin eru ágæt, eins og á öll-
um verkfærum þessa sýnanda; traust smiði; herlsa mun
betri en á stunguspöðunum.
Kfóihnífar — högghnífar. — Ágæt verkfæri til að
sporhöggva kjöt. Sterkir, handhægir og bitgóðir.
B. lnnloid verkfœri.
Af innlendum verkfærum, er t.ilheyrðu verksviði þess-
arar nefndar, var ekki fjölskrúðugt á sýningunni, enda
verður fátt hjer talið. Af annboðum, sem sýnd voru,
var ekkert sjerkennilegt, og smiði varla meir en í meðal-
lagi. Mismunur var að visu nokkur, en þó ekki svo, að
það þyki taka því, að minnast á verkfæri neins einstaks
sýnauda sjerstaklega. — Benda má á það sem sameigin-
legan höfuðgalla á hrifum, sem sýndar voru, að sköftin
voru klökk og uppfesting hrífuhausanna ótraust; ný-
breytnis-viðleitni í tindagerð virtist lítt til bóta.
Eggert V. Briem, ráðunautur, Reykjavík.
Skurðpáll. Eggert V. Briem átti á sýningunni nýtt
verkfæri, sem hann hefir fundið upp og látið smíða, og
nefnir skurðpál. Er hann sjerstaklega ætlaður til lok-
ræsagerðar í mómýrum.