Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 47
BÚNAÐA.RRIT
245
faálfu stjórnar og ráöunauta íjelagsins um starfsemi þess
sem fram undan er, til þess að um meira samstarf geti
'verið að ræða á milli búnaðarþingsins annars vegar og
stjórnar og starfsmanna Búnaðarfjelagsins hins vegar,
heldur en nú hefir orðið. Halldór Vilhjálmsson.
20. Frá garðyrkjuráðnnant.
Jeg undirritaður, Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjumaður
Búnaðarfjelagsins, sæki hjer með um að Búnaðarfjelagið
sjái mjer fyrir bústað i Gróðrarstöðinni i Reykjavik.
Jeg er sem stendur húsnæðislaus og kona mín verður
að búa i Danmörku. En það er auka-atriði þessa máls.
Hitt er aðal-atriðið, að garðyrkjumaður Gróðrarstöðvar-
innar má ekki annarsstaðar búa, ef vel á að vera, en í
•Gróðrarstöðinni sjálfri. Að öðrum kosti getur hann ekki
haft nægilegt eftirlit með stöðinni eða lagt þá alúð við
starf sitt sem nauðsynlegt er. Munu allir skilja það, er
eitthvað þekkja til garðræktar, og eru kunnir staðháttum
hjer. (Jeg hefi, með leyfi stjórnar Búnaðarfjelagsins, látið
gera mjer kompu í Gróðrarstöðvarhúsinu, og bjó þar í
fyrra og það sem af er þessu sumri, en til vetrardvalar er
hún óhæf).
Búi garðyrkjumaður ekki sjálfur í Gróðrarstöðinni,
verður ekki hjá því komist að hafa sjerstakan mann þar
á nóttunni alt vorið og sumarið, og jafnvel stórilt að hafa
stöðina mannlausa að vetrarlagi. Mundi af slíkri auka-
gæslu leiða drjúgur kostnaður.
En þar sem garðyrkjumaður þarf að búa i stöðinni
sjálfri, sem er eign Búnaðarfjelagsins, kemur ekki til greina
að hann sjái sjer sjáifur fyrir bústað. Hann getur ekki
bygt i annars Iandi, enda sist ákjósanlegt fyrir Búnaðar-
fjelagið. Eins og starfinu er varið og stöðinni, virðist nauð-
synlegt að Búnaðarfjelagið eigi þar bústað fyrir garðyrkju-
mann sinn. Orsökin til að þetta er ekki þegar komið í
framkvæmd er sú, að fyrverandi garðyrkjumaður átti hús
í horni Gróðrarstöðvarinnar.
Kostnaður við nýja byggingu mundi verða ókleifur. En