Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 141
BUNAÐARRIT
339
íala snúninga þeirra sem sveifarhjólið fer, við einn snún-
ing ganghjólanna.
Lengd diifstangar er óbreytanleg á öllum þessum
-vjelum, nema „Delma". Þar er svo um búið, að lítið
•eitt má breyta lengdinni, eftir því sem legin við ljá-
hausinn og sveifartappann slitna. Um mismun á langri
-eða stuttri drifstöng yfirleitt má geta þess, að Ijáslagið
truflast siður við það að greiðan hækkar eða lækkar, ef
•adrifstöngin er löng.
Halli drifstangar er mældur eins og hann er mestur
— þegar tappinn á sveifarhjólinu, seui drifstöngin leikur
.á, snýr upp. Þessi halli fer því eftir stærð hjólsins og
dengd drifstangar.
Viðvíkjandi lengd dráttarstangar, sem tilfærð er í
•skýrslunni, skal það tekið fram, að „Delma" hafði upp-
■haflega lengri stöng, en með því sú vjel var fyrir fram
seld, var tekið af stönginni það sem hæfilegt þótti, en
$>að þótti ekki fært með hinar vjelarnar.
Vjelarnar voru allar vigtaðar. Þyngd þeirra er, eins og
skýrslan sýnir, nokkuð mismunandi. En sje þyngdin
borin saman við greiðulengdina sjest það, að á 4 minní
vjelunum er þunginn 1,gs — l.so fyrir hvern cm. í lengd
greiðunnar.
„Delma" er alveg einstök út af fyrir sig, þegar farið
«r eftir þeirri greiðulengd, sem hún nú hafði, verður
þyngdin 2,n kg. pr. cm., en hún þolir, eins og áður er
ítekið fram, 4 feta greiðu.
„Lanz Wery“ er að eins lítið eitt þyngri, þegar mið-
að er við stærð hennar, heldur en hinar; 2,02 kg. pr.
cm. í greiðulengdinni.
Annars virðist, efnisþyngd vjelanna allra, nema
„Delma", vera nokkurn veginn hæfileg. Og sennilega er
þyngd þeirra sem ijettastar eru, „Herkules" og „Herba",
«kki mikið fyrir ofan það lágmark þyngdar sem nauð-
synlegt er, til þess að vjelin slái vel í þjettu og linu
grasi.