Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 102
300
BTJN AÐ AB.11IT
sem hráfeitin er meiri í votheyinu, er orsökin sennilega
mjólkursýra o. fl.
Hosatíðin. Síðan 1912 hefir hjer á Suð-vesturlandinu
Skemd- verið meiri og minni rosatíð á hveiju sumri.
irnnr. Engjar manna, sem víðast eru óframræstar,
hafa eðlilega verið mjög blautar. Sumir reyna
að ná mesta vatninu úr heyinu úti á engjunum, aðrir
flytja það blautt heim á tún og reyna að þurka það þar.
Og það gera margir. — Allir vita hvernig þetta gengur.
Hver uppstytta og nothæf stund er notuð, til þess að
eiga við heyið. Oft með litlum árangri. Heyið skemm-
ist, túnið skemmist, og dýrmætur tími fer til ónýtis,
en önnur nauðsynleg störf eru látin sitja á hakanum.
Oftast er svo heyinu sóðað inn, skemdu og blautu, þar sem
það svo heldur áfram að skemmast, mygla eða of-hitna.
Allar þessar skemdir koma svo fram á skepnunum
okkar, þær verða nytjalausar og horaðar. — En verstar
eru þó mannskemdirnar, sem eðlilega hljótast af þessu
heimskulega, árangurslausa hringsóli og vanastriti.
En það rofar til! — Sannarlega rofar til og það grillir
í votheystóttina!
Volheys- Hún má vera úr steini eða torfi. Til þess að
tóttiu. forðast vetrarflutning á votheyinu er mjög
áriðandi að hafa hana á hentugum stað;
áfast við peningshús, hlöður, svo innangengt sje í hana.
Mætti þá aka heyinu í heybörum eða hafa loftbraut um
peningshúsin. Best er, að gryfjan sje sem mest í jörðu,
vegna skjóls, verkast þá betur í henni og hægra að láta
í hana. Þó verður vandlega að gæta þess, að ekki komi
upp í henni vatn, því þá skemmist í henni heyið. Best
er, að hún sje nokkuð djúp, helst ekki grynnri en 4
metrar, má gjainan vera mikiu dýpri, því þá fergir hey'ö
sig að mestu sjálft. Annars verður það að fara eftir
staðháttum.