Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 90
gekk um hríð. Þó fanst mjer þessu aÖ einhverju leyti
ábótavant; fór nú að slá slöku við þessa blómarækt
mina og hætti henni svo að mestu. Liðu svo fram
stundir, þar til eg fór að hafa hugmynd um að ýmsir
út um heiminn ljetu blóm vaxa í gluggum sinum og
Jjetu þau vaxa í leirpottum, en um slík ílát var nú
ekki að tala hjá mjer, það fanst mjer óhugsandi. Datt
mjer því annað ráð í hug. Á næsta bæ við mig var piltur
vel lagtækur. Bað jeg hann að smíða kassa mátulega
langan í gluggann minn; hólfaði hann svo í sundur. En
nú vantaði blómfræ. Tók jeg þá fyrir að tina ýms fræ
úr korni og sáði þeim í kassann, fjekk svo fyrir mestu
náð að hafa kassann í glugganum, því að lítil prýði
þótti að svartri moldinni. En brátt fór að skina á græna
kol!a; varð þá mikið um dýrðir, og svo fór, að um
sumarið sprungu út margir fagrir blómknappar, sem
veittu mjer ótakmarkaðan unað. Svona voru nú ættuð
fyrstu gluggablómin mín og jurtapottarnir mínir, og við
þetta varð jeg að una nokkur ár. En einn góðan veður-
dag um Jónsmessuleyti kemur mamma heim úr kaup-
staðaríerð. Er þá venjalega mikið um dýrðir hjá börn-
um til sveita, ogj ekki síst ef þau verða fyrir þeirri
hamíngju að eignast þann hlut, er þau hafa lengi þráð,
og svo varð fyrir mjer i þetta sinn, því mamma færði
mjer tvo blómsturpotta og rósar-afleggjara í þá. Svo allir
blómavinir geta hugsað sjer gleði mína í þatta sinn, og
nú var ekkert að, nema að jeg gat hugsað mjer að
gluggarnir yrðu alt of litlir fyrir vel þroskuð blóm, en
um slikt þýddi nú ekki að tala.
Langt var nú liðið síðan jeg bygði fyrsta blómgarð-
inn í sillunni fyrir ofan bæinn og ekkert sást nú eftir
af honum. Nú var jeg fyrir löngu farin að lesa sógur
og ævintýri, sem leiddu huga minn um fagra aldingarða,
þar sem hann gat sveimað um skuggasæla trjáganga,
þar sem trjen breiddu laufskrúð sitt yfir höfuð þeirra,
sem þar leituðu yndis og friðar og teiguðu ilminn af